Hópur af alkóhólistum að ræða um unglingadrykkju Skúli Bragi Geirdal skrifar 4. október 2023 09:31 Þótt við ölumst upp í umhverfi með bílum, þýðir það ekki að við kunnum að keyra þá. Hvað myndi gerast ef við myndum senda börn út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar? Stafrænn veruleiki skipar sífellt stærri sess og við verðum óróleg um leið og við missum nettenginguna. Símar eru allsstaðar í daglegu lífi og við höldum þeim nær en okkar eigin börnum. Eins og hópur af alkóhólistum ræðum við síðan um það hvernig við getum dregið úr unglingadrykkju. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands eiga 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eigin farsíma. Við gáfum þeim tækin, leyfðum þeim að sækja öpp sem þau höfðu ekki aldur til að nota og höfðum síðan ekki tíma til að hafa eftirlit með þeim. Síðan furðum við okkur á þeim afleiðingum sem þetta hefur alltsaman haft og hver beri ábyrgð á því. Þótt börnin okkar séu ótrúlega klár að nýta sér nútíma tækni og alla þá stórkostlegu möguleika sem hún hefur fært okkur. Þá skortir þeim oft þroska og reynslu til þess að takast á við þau viðfangsefni sem síminn tengir þau við. Það er okkar að kenna börnunum netumferðarreglurnar því þannig valdeflum við þau sem notendur og tryggjum öryggi þeirra í stafrænum heimi sem er sannarlega ekki hættulaus. 10 atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi símasáttmála í grunnskólum Notkun er ekki sama og fræðsla. Að nota tæki til þess að leysa verkefni er ekki nóg eitt og sér, það þarf að kenna þeim örugga og skilvirka notkun þeirra. Þættir eins og t.d. miðlalæsi, stafrænt fótspor, samskipti á netinu, netöryggi, gagnrýnin hugsun og heimildaleit eru dæmi um mikilvæga þætti sem þarf að hafa með í símafræðslu. Nota má önnur tæki en síma í kennslu eins og t.d. spjaldtölvur í eigu skólans. Símar í einkaeigu bæta við utanaðkomandi áreiti eins og t.d. símtölum, skilaboðum og tilkynningum. Það er hægt að hringja í símann í afgreiðslu skólans í neyðartilfellum. Í símum margra nemenda er að finna öpp sem börn hafa hvorki aldur né þroska til að nota. Þrátt fyrir að flestir samfélagsmiðlar séu með 13 ára aldurstakmarki eru 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi eru með aðgang á Snapchat og TikTok. Skólinn á að vera öruggur staður þar sem nemendur eiga ekki að hafa áhyggjur af því að myndir og myndbönd séu tekin af þeim á skólalóðinni og deilt áfram án samþykkis. Gæta þarf að stafrænu fótspori nemenda sem verða að geta stundað sitt nám án þess að viðkvæmum persónuupplýsingum sé safnað gegnum öpp og forrit í skólastarfi. Meðan að síminn er aðgengilegur er freistingin mikil. Gefum börnum og ungmennum frið til þess að stunda sitt nám og þroskast félagslega í samskiptum í frímínútum. Það er nægur tími samt eftir af deginum. Við förum í skólann til að læra, á klósettið til að gera þarfir okkar og leggjumst í rúmið til að sofa. Þurfum við símann til þess að trufla okkur á þessum stundum? Við leitum í símann þegar að okkur leiðist og okkur dettur ekkert annað í hug til að gera. Aðstoðum þau við að finna leiðir til þess að nýta tímann frekar en eyða honum. Þekkja börnin þín leiki eins og hlaupa í skarðið, eina krónu og yfir? Fara þau í símann bara af því allir eru í símanum og því þau þekkja ekkert annað en að geta alltaf leitað í þá. Geta börn í dag sett upp dagskrá fyrir heilan dag án skjátækja og nettengingar? Höfum börnin með í að setja reglurnar. Fræðsla er mikilvægur þáttur samhliða símasáttmála. Börn sem hafa fengið fræðslu koma mér sífellt á óvart í því hversu góðan ramma þau eru tilbúin að setja um sína eigin notkun. Þau minna okkur líka á mikilvægi þess að ramminn gildi líka um þá sem eldri eru því það erum við sem erum fyrirmyndirnar þeirra. Ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir efni í símum í einkaeigu. Þannig geta þau flett upp og sýnt öðrum á skólalóðinni efni eins og t.d. klám, skaðlegar áskoranir, hatursfullt efni, líkamsmeiðingar og slagsmál. Börn og unglingar eru áhrifagjarnari en fullorðnir og átta sig síður á afleiðingum gjörða sinna. Sjá einnig: Börn eigi skilið frí frá áreiti síma í skólum Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þótt við ölumst upp í umhverfi með bílum, þýðir það ekki að við kunnum að keyra þá. Hvað myndi gerast ef við myndum senda börn út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar? Stafrænn veruleiki skipar sífellt stærri sess og við verðum óróleg um leið og við missum nettenginguna. Símar eru allsstaðar í daglegu lífi og við höldum þeim nær en okkar eigin börnum. Eins og hópur af alkóhólistum ræðum við síðan um það hvernig við getum dregið úr unglingadrykkju. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands eiga 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eigin farsíma. Við gáfum þeim tækin, leyfðum þeim að sækja öpp sem þau höfðu ekki aldur til að nota og höfðum síðan ekki tíma til að hafa eftirlit með þeim. Síðan furðum við okkur á þeim afleiðingum sem þetta hefur alltsaman haft og hver beri ábyrgð á því. Þótt börnin okkar séu ótrúlega klár að nýta sér nútíma tækni og alla þá stórkostlegu möguleika sem hún hefur fært okkur. Þá skortir þeim oft þroska og reynslu til þess að takast á við þau viðfangsefni sem síminn tengir þau við. Það er okkar að kenna börnunum netumferðarreglurnar því þannig valdeflum við þau sem notendur og tryggjum öryggi þeirra í stafrænum heimi sem er sannarlega ekki hættulaus. 10 atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi símasáttmála í grunnskólum Notkun er ekki sama og fræðsla. Að nota tæki til þess að leysa verkefni er ekki nóg eitt og sér, það þarf að kenna þeim örugga og skilvirka notkun þeirra. Þættir eins og t.d. miðlalæsi, stafrænt fótspor, samskipti á netinu, netöryggi, gagnrýnin hugsun og heimildaleit eru dæmi um mikilvæga þætti sem þarf að hafa með í símafræðslu. Nota má önnur tæki en síma í kennslu eins og t.d. spjaldtölvur í eigu skólans. Símar í einkaeigu bæta við utanaðkomandi áreiti eins og t.d. símtölum, skilaboðum og tilkynningum. Það er hægt að hringja í símann í afgreiðslu skólans í neyðartilfellum. Í símum margra nemenda er að finna öpp sem börn hafa hvorki aldur né þroska til að nota. Þrátt fyrir að flestir samfélagsmiðlar séu með 13 ára aldurstakmarki eru 60% barna á aldrinum 9-12 ára á Íslandi eru með aðgang á Snapchat og TikTok. Skólinn á að vera öruggur staður þar sem nemendur eiga ekki að hafa áhyggjur af því að myndir og myndbönd séu tekin af þeim á skólalóðinni og deilt áfram án samþykkis. Gæta þarf að stafrænu fótspori nemenda sem verða að geta stundað sitt nám án þess að viðkvæmum persónuupplýsingum sé safnað gegnum öpp og forrit í skólastarfi. Meðan að síminn er aðgengilegur er freistingin mikil. Gefum börnum og ungmennum frið til þess að stunda sitt nám og þroskast félagslega í samskiptum í frímínútum. Það er nægur tími samt eftir af deginum. Við förum í skólann til að læra, á klósettið til að gera þarfir okkar og leggjumst í rúmið til að sofa. Þurfum við símann til þess að trufla okkur á þessum stundum? Við leitum í símann þegar að okkur leiðist og okkur dettur ekkert annað í hug til að gera. Aðstoðum þau við að finna leiðir til þess að nýta tímann frekar en eyða honum. Þekkja börnin þín leiki eins og hlaupa í skarðið, eina krónu og yfir? Fara þau í símann bara af því allir eru í símanum og því þau þekkja ekkert annað en að geta alltaf leitað í þá. Geta börn í dag sett upp dagskrá fyrir heilan dag án skjátækja og nettengingar? Höfum börnin með í að setja reglurnar. Fræðsla er mikilvægur þáttur samhliða símasáttmála. Börn sem hafa fengið fræðslu koma mér sífellt á óvart í því hversu góðan ramma þau eru tilbúin að setja um sína eigin notkun. Þau minna okkur líka á mikilvægi þess að ramminn gildi líka um þá sem eldri eru því það erum við sem erum fyrirmyndirnar þeirra. Ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir efni í símum í einkaeigu. Þannig geta þau flett upp og sýnt öðrum á skólalóðinni efni eins og t.d. klám, skaðlegar áskoranir, hatursfullt efni, líkamsmeiðingar og slagsmál. Börn og unglingar eru áhrifagjarnari en fullorðnir og átta sig síður á afleiðingum gjörða sinna. Sjá einnig: Börn eigi skilið frí frá áreiti síma í skólum Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun