Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 11:49 Zarkis Abraham hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Hann sér enga framtíð í Venesúela. Vísir/vilhelm Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir. Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir.
Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28