Lífið

Stjörnulífið: Sigursælir Víkingar og seiðandi senjóríta

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mikið var um veisluhöld hjá stjörnum landsins liðna helgi.
Mikið var um veisluhöld hjá stjörnum landsins liðna helgi.

Mikið var um veisluhöld liðna helgi þar sem stjörnur landsins slettu úr klaufunum. Má þar nefna árshátíðir fyrirtækja, stórafmæli, kvennakvöld, brúðkaup og Hamingjuball Víkings.

Skemmtikraftarnir Eva Ruza Miljevic og Hjálmar Örn Jóhannesson sáu um veislustjórn árshátíðar Íslenska gámafélagsins í Gullhömrum á meðan félagarnir Auddi og Steindi Jr. skemmtu sigursælum Víkingum í Fossvogsdal.

Gamall Víkingur

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, tók lagið fyrir gamla liðsfélaga.

Inga lind og Veiga á Austurvelli

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona og Veiga Pétursdóttir kajakræðari mættu á Austurvöll á laugardaginn þar sem fiskeldi í sjó var mótmælt. Inga Lind stýrði fundinum sem var nokkuð fjölmennur.

Bleika Slaufan

Tónlistarkonan Svala Björgvins tók þátt í verkefni fyrir Bleiku slaufuna.

Eins árs sambandsafmæli

Helgi Ómars er staddur á Balí með unnustanum, Pétri Björgvini Sveinssyni. Þar rífa þeir í lóðin og njóta lífsins.

Tónleika-draumur

Ragga Holm upplifði besta kvöld lífs síns í Barcelona á dögunum á tónleikum Blink182.

„Rokkstjarnan mín“

Ásdís Rán ásamt systur sinni, Hrefnu Sif, í gæsun þeirra síðarnefndu á dögunum.

Hrekkjavaka á næstunni

Sunneva Einars undirbýr sig fyrir Hrekkjavökuna.

Ævintýralegt þrítugsafmæli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, fagnaði þrítugsafmæli systur sinnar, Nínu Katrínar, um helgina. Þema veislunnar var ævintýraheimur Disney þar sem afmælisdrottningin brá sér í dulargervi Mjallhvítar. 

Uppreisnarverðlaunin 2023

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir hlaut Uppreisnarverðlaunin 2023 fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu.

Veislustjórn og söngur

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir veislustýrði brúðkaupi frænda síns. 

Árshátíð Sýnar

Starfsmenn Sýnar skemmtu sér í Hafnarþorpinu um helgina á árshátíð fyrirtækisins undir veislustjórn Önnu Svövu og Villa Naglbíts. 

Tónlistarkonurnar Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir rifu upp stemmninguna þegar þær þöndu raddböndin.

Skvísulæti í London

Hildur Sif Hauksdóttir fór út á lífið í London.

Kápan dregin fram 

Dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir dró kápuna fram með kólnandi veðri.

Birgitta og IceGuys

Tónlistarkonan Birgitta Haukdal fagnaði nýrri þáttaröð IceGuys í vikunni.

IceGuys slógu þáttamet hjá Símanum eftir að fyrsti þáttur þeirra fór í loftið.

Einlægt viðtal

Leikkonan Aldís Amah ræddi um viðkvæm og persónuleg mál í viðtalli við Vísi um helgina.

Bleikasta partý ársins

Ale Sif Nikulásdóttir planaði sinn stærsta viðburð hingað til.

Pósað í rúminu

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir pósaði á nærfötunum.

Október byrjar vel

Mánuðurinn byrjar vel hjá Móeiði Lárusdóttur, athafnakonu og eiginkonu knattspyrnukappans, Harðar Björgvins Magnússonar.

Allt að gerast í Hörpu

Starfsfólk Rio Tinto hélt árshátíð á laugardagskvöldið á sama tíma og Vök hélt afmælistónleika í Eldborgarsal. Þá var ástfangið verkfræðipar sem fagnaði ástinni í brúðkaupsveislu í Norðurljósasalnum. 


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar

Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti.

Ásdís Rán ástfangin í Búlgaríu

Fyrirsætan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur fundið ástina í faðmi athafnamannsins Þórðar Daníels Þórðarsonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.