Framkonur töpuðu gegn Haukum á heimavelli sínum í kvöld og mættu því í hefndarhug í leikinn í kvöld. Afturelding var með einn sigur eftir fyrstu fjórar umferðirnar í farteskinu en þær biðu lægri hlut gegn ÍBV í Eyjum í síðustu viku.
Fram var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Liðið leiddi 15-11 í hálfleik eftir að hafa haft yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.
Fram náði níu marka forskoti snemma í síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lokatölur 35-26 og Fram þar með komið með sex stig í Olís-deildinni.
Alfa Brá Hagalín, Harpa María Friðgeirsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu allar sjö mörk fyrir Fram í kvöld og Elna Ólöf Guðjónsdóttir bætti við sex mörkum til viðbótar.
Hjá Aftureldingu var Hildur Lilja Jónsdóttir markahæst með níu mörk en Ragnhildur Hjartardóttir og Susan Gamboa skoruðu fjögur hvor.