Erlent

Enn rýmt á Tenerife vegna gróður­elda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þyrlur fljúga yfir með slökkviskjólur.
Þyrlur fljúga yfir með slökkviskjólur. epa/Ramon De La Rocha

Um það bil 3.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Tenerife vegna gróðurelda. Um er að ræða íbúa á sama svæði og rýma þurfti í ágúst síðastliðnum, sömuleiðis vegna gróðurelda.

Um 2.400 íbúar voru fluttir frá Santa Ursula og 600 frá La Orotava í gær.

Umfangsmiklar slökkvunaraðgerðir standa yfir og á samfélagsmiðlum má finna myndskeið þar sem þyrlur sjást fljúga yfir og losa vatn.

Vinsælustu ferðamannastaðir Tenerife hafa ekki orðið fyrir áhrifum vegna gróðureldanna og þá hafa þeir ekki haft áhrif á starfsemi flugvalla eyjarinnar.

Yfirvöld segja það munu koma í ljós á næstu klukkustundum hvort íbúar fái að snúa heim í dag.

Hitaviðvörun er í gildi á Tenerife og Gran Canaria en hitinn hefur hangið yfir 30 stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×