Fótbolti

Messi flytur heim eftir tvö ár og ætlar að ljúka ferlinum þar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi fæddist í Rosario 24. júní 1987. Aðalliðið í borginni er Newell's Old Boys.
Lionel Messi fæddist í Rosario 24. júní 1987. Aðalliðið í borginni er Newell's Old Boys. getty/Marcos Brindicci

Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir tvö ár og ljúka ferlinum þar.

Messi leikur með Inter Miami í Bandaríkjunum. Þegar samningur hans við félagið rennur út 2025 ætlar hann að ganga í raðir Newell's Old Boys. Félagið er í Rosario, heimaborg Messis.

Ferill hans hófst með Newell's þegar hann var sex ára og hann var hjá félaginu þar til að gekk til liðs við Barcelona á unglingsaldri. Messi ku nú hafa ákveðið að snúa aftur til Newell's 2025, þegar hann verður 38 ára.

Heimsmeistarinn hefur misst af síðustu fjórum leikjum Inter Miami vegna meiðsla. Hann skoraði ellefu mörk í fyrstu tólf leikjum sínum fyrir félagið og hjálpaði því að vinna deildabikarinn í Bandaríkjunum.

Þjálfari Newell's er Gabriel Heinze, fyrrverandi félagi Messis í argentínska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×