Haukar hafa byrjað tímabilið af krafti og halda því áfram. Akureyringar komust lítt áleiðis gegn sterku liði Hauka á Ásvöllum í kvöld. Á endanum unnu Haukar þægilegan sex marka sigur.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst að venju hjá Haukum með átta mörk. Þar á eftir kom Inga Dís Jóhannsdóttir með fimm mörk á meðan Sara Odden skoraði fjögur. Hjá KA/Þór skoraði Lydía Gunnþórsdóttir sjö mörk. Í marki gestanna varði Matea Lonac 17 skot.
Haukar eru í 2. sæti með 8 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem tróna á toppnum með leik til góða.