Martröð um framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 6. október 2023 07:30 Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Stéttarfélög Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar