Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 21:17 Þeir Sindri Snær, til vinstri, og Ísidór sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Hulda margrét Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43