„Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 13:00 Blikakonur fagna marki í Bestu deildinni í sumar.Þær geta tryggt sér Evrópusæti í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, kallar eftir stuðningi á bak við liðið sitt í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik á móti Val í lokaumferð Bestu deild kvenna. Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira