Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaftárhreppi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 08:01 Einar Kristján segir næga atvinnu að sækja í Skaftárhreppi. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna. „Staðan hefur nú oft verið betri. Ég veit ekki alveg hvað það er sem veldur í þessu. Ef ég vissi það þá væri ég kannski með Nóbelsverðlaun í einhverju fagi,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps í samtali við Vísi. Lýsir erfiðleikum vegna sundlaugar, skóla og hjúkrunarheimilis Í minnisblaði til sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem lagt var fyrir á fundi þann 14. september síðastliðinn lýsir Einar verulegum hallarekstri sundlaugar sveitarfélagsins, erfiðleikum vegna mönnunar í skólum og ástandi á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum. „Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna reksturs sundlaugar og aðsóknartölur fyrstu 7 mánuði ársins. Verulegur hallarekstur er á sundlauginni sem nemur um 5 milljónum á mánuði að meðaltali,“ segir í minnisblaði Einars. Tilraun til að auka opnunartíma hafi ekki gengið upp. Einar segir óskandi að hægt væri að ráða faglært starfsfólk til starfa á hjúkrunarheimilinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess ástands sem nú ríkir á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum, óskar sveitarstjóri eftir því við sveitarstjórn að fyrritækið Líf og Sál verði fengið til að gera vinnustaðagreiningu á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu sem allra fyrst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða málið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.“ Þá kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar að sveitarstjóri hafi lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hve illa gengi að manna stöður hjá sveitarfélaginu. „Kæmi þessi þörf á starfsmönnum niður á þjónustu sveitarfélagsins, sem væri bagalegt. Sveitarstjóri greindi frá því að stór atvinnuauglýsing hefði verið birt í Morgunblaðinu í dag og vonandi skilaði það einhverju.“ Ekki skortur á atvinnu en skortur á húsnæði Einar segir stöðuna óbreytta frá því í september. Hann segist hafa sínar kenningar um það hvers vegna svo illa gangi að manna störf. „Það getur náttúrulega haft einhver áhrif að menn hafi kannski ekkert endilega mikið val um íbúðarhúsnæði,“ segir Einar. Hann tekur fram að tvær íbúðir á vegum sveitarfélagsins séu á lokametrum viðhalds og lítið einbýlishús sem losni eftir næstu mánaðarmót. „Svo eru að koma inn núna einhverjar sjö íbúðir inn á markaðinn, næsta vor vonandi eða í vetur. En við erum náttúrulega að reyna ða hvetja menn til þess að koma bara og byggja. Það er ekki skortur á atvinnu. Það er skortur á fjölbreyttara húsnæði.“ Einar segir nóg af vinnu að sækja á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftárhreppi.Vísir/Vilhelm Vantar sex manns eða fleiri Hvað eru þetta margar stöður sem eru ómannaðar? „Við gætum alveg bætt við okkur fimm til sex manns ef því væri að skipta. Við tækjum þess vegna fleiri. Ef við fengjum sérkennara, fengjum þroskaþjálfara og fengjum sjúkraþjálfara og allt þetta slilurðu, sem væri kannski í okkar villtustu draumum og leikskólakennara og stuðningsfulltrúa og kennara. Þetta vantar. Ef við fengjum allt þetta fólk þá er það náttúrulega draumur.“ Hvernig hefur þetta bitnað á þjónustunni? „Við höfum þurft að skerða aðeins opnun leikskóla. En við höfum farið nýja leið þar, þeir foreldrar sem stóðust þær kröfur og geta, hafa skipt því svolítið á milli sín að vera ekki allir í fríi í einu, heldur hafa þeir mætt í vinnu á leikskólann, sem er bara frábært. Bara til þess að það þyrfti ekki að senda alla heim. Það myndi bitna á öllum.“ Vont að geta ekki fengið fólk í fagstöður Einar segir vont að geta ekki ráðið faglært fólk í stöður á dvalarheimilinu Klausturhólum. Undirmönnunin bitni á starfsfólki. „Þetta er því miður raunin og hefur verið tekið eins og vertíð, þar sem fólk er mikið á aukavöktum, því miður. Í rauninni í allt of langan tíma,“ segir Einar. Skaftárhreppur Byggðamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Staðan hefur nú oft verið betri. Ég veit ekki alveg hvað það er sem veldur í þessu. Ef ég vissi það þá væri ég kannski með Nóbelsverðlaun í einhverju fagi,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps í samtali við Vísi. Lýsir erfiðleikum vegna sundlaugar, skóla og hjúkrunarheimilis Í minnisblaði til sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem lagt var fyrir á fundi þann 14. september síðastliðinn lýsir Einar verulegum hallarekstri sundlaugar sveitarfélagsins, erfiðleikum vegna mönnunar í skólum og ástandi á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum. „Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna reksturs sundlaugar og aðsóknartölur fyrstu 7 mánuði ársins. Verulegur hallarekstur er á sundlauginni sem nemur um 5 milljónum á mánuði að meðaltali,“ segir í minnisblaði Einars. Tilraun til að auka opnunartíma hafi ekki gengið upp. Einar segir óskandi að hægt væri að ráða faglært starfsfólk til starfa á hjúkrunarheimilinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess ástands sem nú ríkir á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum, óskar sveitarstjóri eftir því við sveitarstjórn að fyrritækið Líf og Sál verði fengið til að gera vinnustaðagreiningu á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu sem allra fyrst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða málið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.“ Þá kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar að sveitarstjóri hafi lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hve illa gengi að manna stöður hjá sveitarfélaginu. „Kæmi þessi þörf á starfsmönnum niður á þjónustu sveitarfélagsins, sem væri bagalegt. Sveitarstjóri greindi frá því að stór atvinnuauglýsing hefði verið birt í Morgunblaðinu í dag og vonandi skilaði það einhverju.“ Ekki skortur á atvinnu en skortur á húsnæði Einar segir stöðuna óbreytta frá því í september. Hann segist hafa sínar kenningar um það hvers vegna svo illa gangi að manna störf. „Það getur náttúrulega haft einhver áhrif að menn hafi kannski ekkert endilega mikið val um íbúðarhúsnæði,“ segir Einar. Hann tekur fram að tvær íbúðir á vegum sveitarfélagsins séu á lokametrum viðhalds og lítið einbýlishús sem losni eftir næstu mánaðarmót. „Svo eru að koma inn núna einhverjar sjö íbúðir inn á markaðinn, næsta vor vonandi eða í vetur. En við erum náttúrulega að reyna ða hvetja menn til þess að koma bara og byggja. Það er ekki skortur á atvinnu. Það er skortur á fjölbreyttara húsnæði.“ Einar segir nóg af vinnu að sækja á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftárhreppi.Vísir/Vilhelm Vantar sex manns eða fleiri Hvað eru þetta margar stöður sem eru ómannaðar? „Við gætum alveg bætt við okkur fimm til sex manns ef því væri að skipta. Við tækjum þess vegna fleiri. Ef við fengjum sérkennara, fengjum þroskaþjálfara og fengjum sjúkraþjálfara og allt þetta slilurðu, sem væri kannski í okkar villtustu draumum og leikskólakennara og stuðningsfulltrúa og kennara. Þetta vantar. Ef við fengjum allt þetta fólk þá er það náttúrulega draumur.“ Hvernig hefur þetta bitnað á þjónustunni? „Við höfum þurft að skerða aðeins opnun leikskóla. En við höfum farið nýja leið þar, þeir foreldrar sem stóðust þær kröfur og geta, hafa skipt því svolítið á milli sín að vera ekki allir í fríi í einu, heldur hafa þeir mætt í vinnu á leikskólann, sem er bara frábært. Bara til þess að það þyrfti ekki að senda alla heim. Það myndi bitna á öllum.“ Vont að geta ekki fengið fólk í fagstöður Einar segir vont að geta ekki ráðið faglært fólk í stöður á dvalarheimilinu Klausturhólum. Undirmönnunin bitni á starfsfólki. „Þetta er því miður raunin og hefur verið tekið eins og vertíð, þar sem fólk er mikið á aukavöktum, því miður. Í rauninni í allt of langan tíma,“ segir Einar.
Skaftárhreppur Byggðamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira