Erlent

Segir eldflaugaregn í Ísrael stríðsyfirlýsingu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eldflaugar sem Hamas skutu á Ísrael eru stríðsyfirlýsing að mati Ísraelsmanna.
Eldflaugar sem Hamas skutu á Ísrael eru stríðsyfirlýsing að mati Ísraelsmanna. EPA

Varnarmálaráðherra Ísrael segir að Hamas-samtökin hafi lýst yfir stríði gegn Ísrael með eldflaugaárás sem átti sér stað í nótt, snemma morguns á staðartíma.

„Ísrael mun bera sigur úr býtum,“ er haft eftir ráðherranum, Yoav Gallant, sem segir Hamas hafa gert mikil mistök.

Mohammed Deif, leiðtogi innan Hamas-samtakanna, segir að fimm þúsund eldflaugum hafi verið skotið á Ísrael. Hann segir samtökin hafa varað Ísrael við áður, og vill meina að nú sé komið nóg.

Samkvæmt Mohammed Deif voru eldflaugarnar fimmþúsund talsins.EPA

BBC greinir frá því að Ísrael hafi nú þegar hafið gagnsókn sína með árásum á Gaza-svæðinu.

Þá hefur BBC einnig eftir tveimur spítölum í Ísrael að nú sé verið að hlúa að um það bil 150 einstaklingum vegna árásanna í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×