„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. október 2023 12:13 Gunnar Örn Petersen er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og einn skipuleggjanda mótmælanna í dag. Landssamband veiðifélaga Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. Boðað hefur verið til samstöðumótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar er gert ráð fyrir að bændur, landeigendur og almenningur muni fjölmenna. Nýlega var greint frá því þegar þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu úr kví Arctic Fish í Patreksfirði og hafa þeir fundist í laxveiðiám víða um land í kjölfarið. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og einn skipuleggjanda, segir þjóðina hafa fengið nóg. „Við erum í rauninni að mótmæla sjókvíaeldi og þeim aðferðum sem er beitt við sjókvíaeldi í dag. Það er í rauninni 65 prósent þjóðarinnar sem er á móti þessum mengandi iðnaði og þjóðin er í rauninni bara búin að fá nóg og þess vegna erum við að mótmæla. Þjóðin ætlar að tjá ráðamönnum hug sinn,“ segir Gunnar. Mótmælin snúist fyrst og fremst um verndun villtra laxastofna og náttúruna. Afleiðingar síðustu slysasleppingar séu mjög alvarlega og hreinsunarstarf í fullum gangi. „Þetta er náttúrulega ekki stærsta slepping sem hefur orðið en hegðun þessara fiska var þannig að þeir gengu í svo miklu magni upp árnar okkar þannig að það verður svo augljóst hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að vinna að því nótt og dag að hreinsa árnar. Þetta er eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður bara að linna,“ segir Gunnar jafnframt. Hann vonist til að lagasetningu í greininni verði breytt. „Auðvitað er kannski ekki hægt að loka öllum sjókvíaeldum á morgun en að þetta gerist hratt og örugglega.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Tengdar fréttir Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. 7. október 2023 10:48 Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00 Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43 Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. 26. september 2023 12:28 Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 25. september 2023 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðumótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar er gert ráð fyrir að bændur, landeigendur og almenningur muni fjölmenna. Nýlega var greint frá því þegar þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu úr kví Arctic Fish í Patreksfirði og hafa þeir fundist í laxveiðiám víða um land í kjölfarið. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og einn skipuleggjanda, segir þjóðina hafa fengið nóg. „Við erum í rauninni að mótmæla sjókvíaeldi og þeim aðferðum sem er beitt við sjókvíaeldi í dag. Það er í rauninni 65 prósent þjóðarinnar sem er á móti þessum mengandi iðnaði og þjóðin er í rauninni bara búin að fá nóg og þess vegna erum við að mótmæla. Þjóðin ætlar að tjá ráðamönnum hug sinn,“ segir Gunnar. Mótmælin snúist fyrst og fremst um verndun villtra laxastofna og náttúruna. Afleiðingar síðustu slysasleppingar séu mjög alvarlega og hreinsunarstarf í fullum gangi. „Þetta er náttúrulega ekki stærsta slepping sem hefur orðið en hegðun þessara fiska var þannig að þeir gengu í svo miklu magni upp árnar okkar þannig að það verður svo augljóst hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að vinna að því nótt og dag að hreinsa árnar. Þetta er eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður bara að linna,“ segir Gunnar jafnframt. Hann vonist til að lagasetningu í greininni verði breytt. „Auðvitað er kannski ekki hægt að loka öllum sjókvíaeldum á morgun en að þetta gerist hratt og örugglega.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Stangveiði Tengdar fréttir Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. 7. október 2023 10:48 Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00 Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43 Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. 26. september 2023 12:28 Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 25. september 2023 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. 7. október 2023 10:48
Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33
Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00
Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00
Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43
Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. 26. september 2023 12:28
Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 25. september 2023 07:00