„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 8. október 2023 20:09 Maðurinn kýs að koma ekki fram undir nafni en fannst mikilvægt að deila reynslu sinni. Vísir/Ívar Fannar Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. „Þetta var á föstudagskvöldi sem ég var í tjaldi þarna og það var grunur um að hópur að strákum væri með hníf á sér. Ég var bara með vinum mínum þarna, allt í einu kemur einhver og tekur mig hálstaki svona ógeðslega fast. Ég hélt fyrst að þetta væri vinur minn,“ þegar hann snéri sér við hafi hann séð lögreglumann. Lögreglan hafi þvingað hendur hans fyrir aftan bak og að endingu dregið hann út og farið með hann fyrir aftan tjaldið þar sem leitað var á honum en ekkert fannst. Aðgerðirnar hafi staðið yfir í rúmar fimm mínútur og að þær hafi verið harkalegar. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ lýsir maðurinn. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Maðurinn var að skemmta sér hópi vina þegar atvikið átti sér stað. Vinir hans voru látnir afskiptalausir en þeir eru allir hvítir. „Ég talaði við lögreglumann eftir þetta og hann reyndi að segja mér að þetta væri út af klæðnaði, ég var í blárri peysu og svörtum buxum þetta kvöld. Það vildi akkúrat svo til að það voru tveir strákar alveg eins og ég spurði hvers vegna þeir voru ekki teknir og þá gat hann ekki komið með neitt svar,“ segir hann. Þá hafi komið í ljós að sá grunaði hefði einnig verið dökkur. Maðurinn segir atvikið óþægilegt. „Að ég geti ekki bara skemmt mér með vinum mínum þegar ég er ekki að gera neitt af mér. Án þess að vera tekinn af löggunni, þetta voru margar löggur, þetta var ekki bara einn,“ útskýrir hann og bætir við að sérsveitarmenn hafi einnig verið á staðnum. Lögreglan tók manninn hálstaki í tjaldi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Vísir/Ívar Fannar „Þetta var ógeðslega óþægilegt og ég var höndlaður eins og ég væri glæpamaður. Líka eftir þetta, maður er náttúrulega bara í algjöru sjokki og svo þegar maður labbar til baka.“ Fyrir ókunnugt fólk hafi verið búið að mála hann sem afbrotamann. „Það er svona það sem mér finnst erfiðast við þetta.“ Aðspurður segist maðurinn ekki oft hafa lent í fordómum en undanfarið hafi orðið breyting á því. „Núna er þetta bara byrjað að vera meira og meira finnst mér. Ég er farin að taka eftir því, ég hef aldrei lent í neinu áður á fyrri árum nema núna á síðustu fjórum mánuðum.“ Sambærilegt atvik átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ í ágúst en þar var ungur drengur, dökkur á hörund, tekinn afsíðis af lögreglu á meðan vinir hans sem eru hvítir voru látnir afskiptalausir. Getur þú útskýrt fyrir okkur hvers vegna þú vilt ekki koma fram undir nafni? „Ég vil ekki endilega að fólk þekki mig sem einhver sem var handtekinn,“ útskýrir hann og bætir við að honum þyki mikilvægt að deila reynslu sinni. Maðurinn fór upp á lögreglustöð morguninn eftir til að kvarta undan vinnubrögðum lögreglu og óska eftir lögregluskýrslu um atvikið sem hann fékk þó ekki þar sem engin lögregluskýrsla fannst. Samkvæmt svörum lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá því um miðjan september voru engar upplýsingar um handtökuna að finna í kerfi lögreglunnar. Að sögn mannsins lítur lögreglan svo á að hann hafi ekki verið handtekinn þrátt fyrir að hafa verið frelsissviptur. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta vegna málsins á hendur íslenska ríkinu. Auk þess hefur nefn um eftirlit með lögreglu verið send formleg kvörtun. Vestmannaeyjar Lögreglan Kynþáttafordómar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Þetta var á föstudagskvöldi sem ég var í tjaldi þarna og það var grunur um að hópur að strákum væri með hníf á sér. Ég var bara með vinum mínum þarna, allt í einu kemur einhver og tekur mig hálstaki svona ógeðslega fast. Ég hélt fyrst að þetta væri vinur minn,“ þegar hann snéri sér við hafi hann séð lögreglumann. Lögreglan hafi þvingað hendur hans fyrir aftan bak og að endingu dregið hann út og farið með hann fyrir aftan tjaldið þar sem leitað var á honum en ekkert fannst. Aðgerðirnar hafi staðið yfir í rúmar fimm mínútur og að þær hafi verið harkalegar. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ lýsir maðurinn. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Maðurinn var að skemmta sér hópi vina þegar atvikið átti sér stað. Vinir hans voru látnir afskiptalausir en þeir eru allir hvítir. „Ég talaði við lögreglumann eftir þetta og hann reyndi að segja mér að þetta væri út af klæðnaði, ég var í blárri peysu og svörtum buxum þetta kvöld. Það vildi akkúrat svo til að það voru tveir strákar alveg eins og ég spurði hvers vegna þeir voru ekki teknir og þá gat hann ekki komið með neitt svar,“ segir hann. Þá hafi komið í ljós að sá grunaði hefði einnig verið dökkur. Maðurinn segir atvikið óþægilegt. „Að ég geti ekki bara skemmt mér með vinum mínum þegar ég er ekki að gera neitt af mér. Án þess að vera tekinn af löggunni, þetta voru margar löggur, þetta var ekki bara einn,“ útskýrir hann og bætir við að sérsveitarmenn hafi einnig verið á staðnum. Lögreglan tók manninn hálstaki í tjaldi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Vísir/Ívar Fannar „Þetta var ógeðslega óþægilegt og ég var höndlaður eins og ég væri glæpamaður. Líka eftir þetta, maður er náttúrulega bara í algjöru sjokki og svo þegar maður labbar til baka.“ Fyrir ókunnugt fólk hafi verið búið að mála hann sem afbrotamann. „Það er svona það sem mér finnst erfiðast við þetta.“ Aðspurður segist maðurinn ekki oft hafa lent í fordómum en undanfarið hafi orðið breyting á því. „Núna er þetta bara byrjað að vera meira og meira finnst mér. Ég er farin að taka eftir því, ég hef aldrei lent í neinu áður á fyrri árum nema núna á síðustu fjórum mánuðum.“ Sambærilegt atvik átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ í ágúst en þar var ungur drengur, dökkur á hörund, tekinn afsíðis af lögreglu á meðan vinir hans sem eru hvítir voru látnir afskiptalausir. Getur þú útskýrt fyrir okkur hvers vegna þú vilt ekki koma fram undir nafni? „Ég vil ekki endilega að fólk þekki mig sem einhver sem var handtekinn,“ útskýrir hann og bætir við að honum þyki mikilvægt að deila reynslu sinni. Maðurinn fór upp á lögreglustöð morguninn eftir til að kvarta undan vinnubrögðum lögreglu og óska eftir lögregluskýrslu um atvikið sem hann fékk þó ekki þar sem engin lögregluskýrsla fannst. Samkvæmt svörum lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá því um miðjan september voru engar upplýsingar um handtökuna að finna í kerfi lögreglunnar. Að sögn mannsins lítur lögreglan svo á að hann hafi ekki verið handtekinn þrátt fyrir að hafa verið frelsissviptur. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta vegna málsins á hendur íslenska ríkinu. Auk þess hefur nefn um eftirlit með lögreglu verið send formleg kvörtun.
Vestmannaeyjar Lögreglan Kynþáttafordómar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09
Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40