Hvammsvirkjunarklúður Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. október 2023 11:00 Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní síðastliðnum felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Margir höfðu þá talið virkjunaráformin í höfn og framkvæmdir handan við hornið en svo reyndist ekki, virkjunarleyfið kolféll því ekki hafði verið tekið tillit til svokallaðrar „vatnatilskipunar“ Evrópusambandsins. Um vatnatilskipunina fjalla ég síðar en sjálft umsóknarferli Hvammsvirkjunar hefur reynst mörgum innblástur í virkjanaumræðu síðustu missera. Spuni um „broguð“ leyfisveitingarferli Landsvirkjun lagði umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar inn til Orkustofnunar í júní 2021 og var leyfið veitt í desember 2022. Meðan á leyfisferlinu stóð kvörtuðu forsvarsmenn Landsvirkjunar og aðrir orkuþyrstir ítrekað í fjölmiðlum undan seinagangi Orkustofnunar. Margir sögðu hann til marks um að opinberar stofnanir drægju orkufyrirtæki viljandi á asnaeyrunum. Sú söguskýring hefur síðan þá linnulaust verið notuð sem rök fyrir því að hraða þurfi og „einfalda“ leyfisveitingaferli stórframkvæmda svo koma megi þeim skjótar í gegnum kerfið. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, gerir ferli leyfisveitinga að umtalsefni í blaðagrein síðastliðinn föstudag. Hún segir ferlið í ólestri, afgreiðslan taki allt of langan tíma og að stofnun eða stjórnvaldi sé nánast í sjálfsvald sett hve langan tíma afgreiðslan tekur. Greinin er augljós upphitun fyrir haustfund Landsvirkjunar næstkomandi miðvikudag þar sem ræða á svokölluð „broguð leyfisveitingaferli“ í virkjunargeiranum. Hún tekur Hvammsvirkjun sem dæmi og heldur því fram að Orkustofnun afgreiði virkjunarleyfi alla jafna á 4 mánuðum en hafi af einhverjum ástæðum varið til þess rúmum 18 mánuðum í tilfelli Hvammsvirkjunar. Að virkjunarleyfi séu alla jafna afgreidd á 4 mánuðum er einfaldlega rangt, sá skammi tími var barn síns tíma og átti við um örfá frekar einföld leyfi eins og stækkun Búrfellsstöðvar. Meira máli skiptir þó hverjar þessar einhverjar ástæður eru fyrir 18 mánaða afgreiðslutíma virkjunarleyfis vegna Hvammsvirkjunar. Um það fjallar Jóna ekki, enda hafa forsvarsmenn Landsvirkjunar sýnt lítinn vilja til þess, af skiljanlegum ástæðum. Sjálfskaparvíti Landsvirkjunar Raunveruleg ástæða þess hve tiltölulega langan tíma tók að afgreiða umsókn um virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar eru fyrst og fremst hroðvirknisleg vinnubrögð Landsvirkjunar sjálfrar og annað hvort hróplegur þekkingarskortur eða djúpt virðingarleysi gagnvart löggjöf vatnamála. Umsókn Landsvirkjunar til Orkustofnunar árið 2021 og samskipti þar á milli opinbera þetta. Umsóknargögnin voru svo rýr og broguð að Orkustofnun sá sig knúna til að senda Landsvirkjun langt og harðort bréf í febrúar 2022 með athugasemdum um skort á fylgigögnum og ósamræmi við lög og reglugerðir. Gerði stofnunin kröfu um betur unna og skiljanlegri umsókn. Landsvirkjun hirti þannig ekki um að skila margvíslegum gögnum sem skylt er að fylgi virkjunarleyfisumsókn. Engin framkvæmdaáætlun fylgdi, heldur sagði Landsvirkjun að ekki lægi fyrir ákvörðun um „hvort og hvenær“ yrði ráðist í framkvæmdina, líkt og fyrirtækið hefði ekki gert upp við sig hvort það ætlaði yfir höfuð að reisa virkjunina! Orkustofnun benti á að í greinargerð um niðurstöður rannsókna vantaði sjálfar niðurstöðurnar. Sem dæmi kæmi þar fram að verkfræðistofan Vatnaskil hafi gert rennslislíkan en engar upplýsingar fylgdu um niðurstöður þess. Um það segir í bréfinu: „Orkustofnun hefur því ekki gögn til að meta fyrirkomulag, umfang og forsendur virkjunarinnar.“ Í umsókn Landsvirkjunar vantaði líka fjárhagsáætlun um framkvæmdina og samþykktur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð með honum fylgdu ekki, svo óljóst var um stöðu skipulagsmála. Þá lá heldur enginn samningur fyrir um gjald fyrir vatnsréttindi og svona mætti lengi telja. Til að bíta höfuðið af skömminni var greinargerð Landsvirkjunar með umsókninni ekki einu sinni unnin í samræmi við sjálft umsóknareyðublaðið. Fylgigögn með umsókninni voru afar umfangsmikil – tvær umhverfismatsskýrslur, niðurstöður Skipulagsstofnunar, úrskurðir umhverfisráðuneytis og fjöldi annarra skýrslna og greinargerða, alls u.þ.b. 1200 blaðsíður. Í greinargerð vísaði Landsvirkjun ítrekað til upplýsinga einhvers staðar í þessum fylgiskjölum, án þess að geta um hvar. Fyrir okkur í náttúruverndinni er þetta auðvitað gamalt trix úr bókinni, að kæfa umsagnaraðila með gögnum. Orkustofnun fór hins vegar í bréfinu fram á að bætt yrði úr þessu: „Orkustofnun telur það hvorki vera hennar eða þeirra sem hefðu hug á að koma að athugasemdum og/eða ábendingum um framkvæmdina að leita uppi þau atriði sem þar eru tilgreind í framlögðum skjölum um umhverfismat og skipulag, né telur stofnunin öruggt að slíkt mat þessara aðila á viðeigandi umfjöllun verði í samræmi við það sem umsækjandi telur eiga við.“ Það kemur því úr hörðustu átt þegar Landsvirkjun kennir Orkustofnun um tafir við afgreiðslu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem flest þau gögn (ekki þó öll) sem áttu að fylgja umsókn Landsvirkjunar bárust loks Orkustofnun. Þetta olli tíu mánaða töf á leyfisveitingaferlinu sem skrifast að fullu á Landsvirkjun sjálfa. Virkjunarleyfisumsóknin var auglýst til umsagnar almennings í Lögbirtingarblaðinu í júní 2022. Aldrei hafa þvílíkar athugasemdir borist Orkustofnun frá einstaklingum og félagasamtökum um nokkra virkjunarframkvæmd og þær athugasemdir voru skýrar og alvarlegar. Landsvirkjun tók sér tíma fram yfir miðjan september 2022 til að svara þeim og var virkjunarleyfið gefið út í byrjun desember. Af þessu sést að þessar einhverjar ástæður sem Jóna nefnir fyrir afgreiðslutímanum skrifast að langmestu á Landsvirkjun. Hættuleg krafa um hraðafgreiðslu Virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar var ekki fellt úr gildi í júní síðastliðnum vegna einfaldra formsatriða, heldur vegna mikilvægra náttúruverndarsjónarmiða sem eru bundin í lög um stjórn vatnamála frá 2011. Vegna útbreidds þekkingarskorts á þessari löggjöf gætti Orkustofnun ekki að henni við afgreiðslu leyfisins, ekki frekar en Fiskistofa hafði gert hálfu ári áður. Hefðu náttúruverndarsamtök ekki verið með varann á og bent á hina stórfelldu annmarka er hugsanlegt að framkvæmdir við Hvammsvirkjun í mynni Þjórsárdals væru hafnar, með óafturkræfum skaða á náttúru, lífríki og samfélagi. Öfugt við það sem Landsvirkjun og margir innan virkjanageirans halda nú fram, sýnir undirbúningsferlið við Hvammsvirkjun einmitt að hvergi má slá af kröfum um fagmennsku og vandvirkni við undirbúning virkjana. Landsvirkjun þarf að líta í eigin barm og viðurkenna vanhæfni sína við undirbúning virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar og láta ógert að skella skuldinni á aðra. Í stað þess að skamma stjórnsýslustofnanir sem sjá um leyfisveitingar þarf að efla þær. Það þarf að vanda miklu betur til verka, bæði af hálfu framkvæmdaraðila og stjórnsýslu. Broguð viðhorf Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til árlegs haustfundar á miðvikudaginn og ætlar þar, sem fyrr segir, að beina sjónum að því sem fyrirtækið kallar „brogað leyfisveitingaferli“. Ef fyrirtækið væri heiðarlegt í málflutningi sínum ætti umfjöllunarefnið frekar að vera um þess eigin broguðu framgöngu, vanvirðu gagnvart lögum til verndar vatnsauðlindinni og almennt fúsk og skort á gagnsæi, sem torveldar stjórnsýslustofnunum að gegna hlutverki sínu. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun