Bryan Zaragoza kom heimamönnum í Granada yfir strax á fyrstu mínútu og hann var aftur á ferðinni eftur tæplega hálftíma leik er hann tvöfaldaði forystu liðsins með frábæru skoti.
Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal minnkaði þó muninn fyrir Börsunga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Það var svo ekki fyrr en að um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að gestunum tókst að jafna metin með marki frá Sergi Roberto og niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli.
Úrslitin þýða að Börsungum mistókst að jafna Real Madrid að stigum á toppi deildarinnar og sitja þess í stað í þriðja sæti með 22 stig eftir níu leiki. Granada situr hins vegar í næst neðsta sæti með sex stig.