Menn uppskera eins og þeir sá Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. október 2023 23:30 Fjöldi Ísraela og Palestínumanna liggur í valnum í átökum sem nú geysa í Ísrael og Palestínu og mun tala fallinna enn hækka á næstu dögum. Öll fórnarlömb átakanna eru fórnarlömb síonismans - jafnt Ísraelar sem Palestínumenn. Aðgerðir al-Qassam sveitanna, hernaðararms Hamas, eru viðbrögð við áratuga kúgun og árásum Ísraelshers á Palestínumenn, en yfirstandandi aðgerð kemur í kjölfar víðtækra árása ísraelskra landræningja á bændur og þorpsbúa á Vesturbakkanum, aukinnar spennu við Al-Aqsa moskuna vegna árása ísraelskrar lögreglu á trúariðkendur í hernumdu Austur-Jerúsalem og metfjölda drepinna Palestínumanna í Jenin flóttamannabúðunum og víðar. Ghasan Alyan, hershöfðingi í Ísraelsher, lýsti því yfir að Hamas samtökin hafi með aðgerð sinni „opnað hlið helvítis“ - þessi yfirlýsing er ódulbúin hótun um þær ógnvænlegu árásir sem munu dynja á íbúum Gazastrandarinnar. En orð hershöfðingjans eru engin nýlunda og segja okkur ekkert nýtt um það sem Ísraelsher getur og mun framkvæma. „Hlið helvítis “ hafa verið galopin - Ísraelar hafa búið Palestínumönnum helvíti á jörð í áratugi, studdir af ráðamönnum fjölmargra ríkja sem standa „rock solid“ - eins og Biden orðaði það - með glæpaher Ísraels Ísrael hefur kúgað og drepið Palestínumenn í áratugi og haldið Gazabúum í herkví frá 2006. Hamasliðarnir sem fóru inn í Ísrael vissu að þeir mundu ekki allir eiga afturkvæmt til Gaza - þeir fóru beint í gin ljónsins og þar beið þeirra dauðinn. En hvað bíður þeirra sem mögulega komast aftur til Gaza - áframhaldandi opið fangelsi sem býr við stöðugar dróna-, eldflauga- og sprengjuflugvélaárásir frá Ísrael - að horfa á börn sín og ættingja drepin í hundraðatali - að búa áfram bakvið fangelsismúrana. Í viðtali við ABC News sagði Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna „að ekkert fólk ætti að búa við þann ótta að hryðjuverkamenn fari yfir landamæri, ryðjist inn á heimili fólks, skjóti það á götu úti“ - hann er auðvitað að tala um Ísraela. Hroki og heimska Blinkens er slík að hann fattar ekki að hann er að lýsa daglegu lífi Palestínumanna sem í áratugi hafa búið við þessar aðstæður. Ofer Cassif, einn af fjórum þingmönnum vinstrisinnaðra Hadash-bandalagsins á Knesset - þingi Ísraels - sagði í viðtali: „Við fordæmum og erum á móti hvers kyns árásum á saklausa borgara. En öfugt við ísraelsku ríkisstjórnina þýðir það að við erum á móti hvers kyns árásum á palestínska borgara líka. Við verðum að greina þessi hræðilegu atvik í réttu samhengi – og það er hernámið sem er orsökin.“ Ísraelska ríkisstjórnin styður, hvetur til og leiðir ofsóknir gegn Palestínumönnum. Það eru þjóðernishreinsanir í gangi. Benjamin Netanyahu hefur sakað Hamas um að hefja „grimmt og illt stríð“. En sannleikurinn er sá að Palestínumenn hafa ekki „byrjað“ á neinu. Þeim hefur tekist, eftir langa baráttu, að finna leið til að særa kvalara sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Palestínumönnum, sem eru fangar á Gazastrandlengjunni, tekst að svara Ísraelum svo undan svíði. Þeim stóð á sama Forystufólki Vesturlanda stóð á sama þegar Ísraelar settu tvær milljónir Palestínumanna á Gaza í herkví 2006 og haldið þeim í gíslingu í opnu fangelsi í bráðum tvo áratugi. Forystufólki Vesturlanda var sama þegar ísraelskar leyniskyttur skutu hjúkrunarfræðinga, ungmenni og fólk í hjólastólum sem mótmæltu fangelsun þeirra í herkví Ísraels. Mörg þúsund voru aflimuð eftir að leyniskyttur Ísraelshers fengu skipun um að skjóta mótmælendur í fætur eða ökkla. Leyniskytturnar drápu um 200 Gazabúa - forráðamenn Vesturlanda þögðu sem fyrr. Áhyggjur stjórnmálamanna Vesturlanda af dauða óbreyttra ísraelskra borgara af völdum palestínskra bardagamanna er einber hræsni. Hafa ekki mörg hundruð palestínsk börn dáið undanfarin 17 ár í ítrekuðum sprengjuherferðum Ísraela á Gaza? Eru líf þeirra ekki eins verðmæt og líf Ísraela – og ef ekki, hvers vegna ekki? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali „Þetta er auðvitað algjörlega skelfilegt, þessar skelfilegu árásir sem Hamas réðust í í gærmorgun.“ Já, stríð er skelfilegt - en hvað um orsök stríðsins? Hefði formaður VG, sem styður málstað Palestínumanna skv. stefnuskrá, ekki betur sagt frá hvers vegna þetta gerist - hver er aðdragandinn - í stað þess að falla í fordæmingarkórinn? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra „fordæmir árásir Hamas á Ísrael“ og segir „að ofbeldinu verði að linna. Fólk eigi rétt á friði og öryggi.“ Hvílík einfeldni, hún styður ofbeldisöflin og telur þau eiga að lifa í friði og öryggi! Friði til að fremja sín voðaverk og öryggi í skjóli fordæmingakórs stjórnmálamanna sem líkt og Kolbrún hafa haft árafjöld til að stöðva glæpi Ísraelsríkis -en í þess stað hefur þeim verið hampað með yfirlýsingum um sameiginleg gildi líkt og Ursula Von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, sagði. Palestínumenn hafa ekki lifað við frið og öryggi í áratugi - án þess að það trufli Þórdísi. Afstaða vestrænna stjórnvalda, einhliða fordæming á Hamas og stuðningur við Ísrael, sem á sök á átökunum, er í raun skotleyfi á íbúa Gaza. Blóðbaðið sem mun fylgja mun ekki þagga niður síbyljuna um að „Ísrael hafi rétt til að verja sig“. Og til að kóróna blóðbaðið þá lofa bæði Bandaríkin og Bretland að styðja Ísrael enn frekar með auknum vopnasendingum - til lands sem er búið öllum fullkomnustu vopnum sem völ er á. Barátta Palestínumanna er barátta fyrir mannréttindum, réttinum til að lifa í friði í landi sínu. Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, stuðluðu að stofnun Ísraels í landi Palestínumanna og hafa í sjötúu og fimm ár stutt hryðjuverk síonista og sífellt landrán og þjóðernishreinsanir. Þegar litið er yfir sviðið og orð og gerðir vestrænna stjórnmálaforkólfa eru vegin og metin þá er erfitt að forðast þá hugsun að rasismi eigi hér hlut að máli. Er það svo? - svarið liggur í loftinu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fjöldi Ísraela og Palestínumanna liggur í valnum í átökum sem nú geysa í Ísrael og Palestínu og mun tala fallinna enn hækka á næstu dögum. Öll fórnarlömb átakanna eru fórnarlömb síonismans - jafnt Ísraelar sem Palestínumenn. Aðgerðir al-Qassam sveitanna, hernaðararms Hamas, eru viðbrögð við áratuga kúgun og árásum Ísraelshers á Palestínumenn, en yfirstandandi aðgerð kemur í kjölfar víðtækra árása ísraelskra landræningja á bændur og þorpsbúa á Vesturbakkanum, aukinnar spennu við Al-Aqsa moskuna vegna árása ísraelskrar lögreglu á trúariðkendur í hernumdu Austur-Jerúsalem og metfjölda drepinna Palestínumanna í Jenin flóttamannabúðunum og víðar. Ghasan Alyan, hershöfðingi í Ísraelsher, lýsti því yfir að Hamas samtökin hafi með aðgerð sinni „opnað hlið helvítis“ - þessi yfirlýsing er ódulbúin hótun um þær ógnvænlegu árásir sem munu dynja á íbúum Gazastrandarinnar. En orð hershöfðingjans eru engin nýlunda og segja okkur ekkert nýtt um það sem Ísraelsher getur og mun framkvæma. „Hlið helvítis “ hafa verið galopin - Ísraelar hafa búið Palestínumönnum helvíti á jörð í áratugi, studdir af ráðamönnum fjölmargra ríkja sem standa „rock solid“ - eins og Biden orðaði það - með glæpaher Ísraels Ísrael hefur kúgað og drepið Palestínumenn í áratugi og haldið Gazabúum í herkví frá 2006. Hamasliðarnir sem fóru inn í Ísrael vissu að þeir mundu ekki allir eiga afturkvæmt til Gaza - þeir fóru beint í gin ljónsins og þar beið þeirra dauðinn. En hvað bíður þeirra sem mögulega komast aftur til Gaza - áframhaldandi opið fangelsi sem býr við stöðugar dróna-, eldflauga- og sprengjuflugvélaárásir frá Ísrael - að horfa á börn sín og ættingja drepin í hundraðatali - að búa áfram bakvið fangelsismúrana. Í viðtali við ABC News sagði Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna „að ekkert fólk ætti að búa við þann ótta að hryðjuverkamenn fari yfir landamæri, ryðjist inn á heimili fólks, skjóti það á götu úti“ - hann er auðvitað að tala um Ísraela. Hroki og heimska Blinkens er slík að hann fattar ekki að hann er að lýsa daglegu lífi Palestínumanna sem í áratugi hafa búið við þessar aðstæður. Ofer Cassif, einn af fjórum þingmönnum vinstrisinnaðra Hadash-bandalagsins á Knesset - þingi Ísraels - sagði í viðtali: „Við fordæmum og erum á móti hvers kyns árásum á saklausa borgara. En öfugt við ísraelsku ríkisstjórnina þýðir það að við erum á móti hvers kyns árásum á palestínska borgara líka. Við verðum að greina þessi hræðilegu atvik í réttu samhengi – og það er hernámið sem er orsökin.“ Ísraelska ríkisstjórnin styður, hvetur til og leiðir ofsóknir gegn Palestínumönnum. Það eru þjóðernishreinsanir í gangi. Benjamin Netanyahu hefur sakað Hamas um að hefja „grimmt og illt stríð“. En sannleikurinn er sá að Palestínumenn hafa ekki „byrjað“ á neinu. Þeim hefur tekist, eftir langa baráttu, að finna leið til að særa kvalara sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Palestínumönnum, sem eru fangar á Gazastrandlengjunni, tekst að svara Ísraelum svo undan svíði. Þeim stóð á sama Forystufólki Vesturlanda stóð á sama þegar Ísraelar settu tvær milljónir Palestínumanna á Gaza í herkví 2006 og haldið þeim í gíslingu í opnu fangelsi í bráðum tvo áratugi. Forystufólki Vesturlanda var sama þegar ísraelskar leyniskyttur skutu hjúkrunarfræðinga, ungmenni og fólk í hjólastólum sem mótmæltu fangelsun þeirra í herkví Ísraels. Mörg þúsund voru aflimuð eftir að leyniskyttur Ísraelshers fengu skipun um að skjóta mótmælendur í fætur eða ökkla. Leyniskytturnar drápu um 200 Gazabúa - forráðamenn Vesturlanda þögðu sem fyrr. Áhyggjur stjórnmálamanna Vesturlanda af dauða óbreyttra ísraelskra borgara af völdum palestínskra bardagamanna er einber hræsni. Hafa ekki mörg hundruð palestínsk börn dáið undanfarin 17 ár í ítrekuðum sprengjuherferðum Ísraela á Gaza? Eru líf þeirra ekki eins verðmæt og líf Ísraela – og ef ekki, hvers vegna ekki? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali „Þetta er auðvitað algjörlega skelfilegt, þessar skelfilegu árásir sem Hamas réðust í í gærmorgun.“ Já, stríð er skelfilegt - en hvað um orsök stríðsins? Hefði formaður VG, sem styður málstað Palestínumanna skv. stefnuskrá, ekki betur sagt frá hvers vegna þetta gerist - hver er aðdragandinn - í stað þess að falla í fordæmingarkórinn? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra „fordæmir árásir Hamas á Ísrael“ og segir „að ofbeldinu verði að linna. Fólk eigi rétt á friði og öryggi.“ Hvílík einfeldni, hún styður ofbeldisöflin og telur þau eiga að lifa í friði og öryggi! Friði til að fremja sín voðaverk og öryggi í skjóli fordæmingakórs stjórnmálamanna sem líkt og Kolbrún hafa haft árafjöld til að stöðva glæpi Ísraelsríkis -en í þess stað hefur þeim verið hampað með yfirlýsingum um sameiginleg gildi líkt og Ursula Von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, sagði. Palestínumenn hafa ekki lifað við frið og öryggi í áratugi - án þess að það trufli Þórdísi. Afstaða vestrænna stjórnvalda, einhliða fordæming á Hamas og stuðningur við Ísrael, sem á sök á átökunum, er í raun skotleyfi á íbúa Gaza. Blóðbaðið sem mun fylgja mun ekki þagga niður síbyljuna um að „Ísrael hafi rétt til að verja sig“. Og til að kóróna blóðbaðið þá lofa bæði Bandaríkin og Bretland að styðja Ísrael enn frekar með auknum vopnasendingum - til lands sem er búið öllum fullkomnustu vopnum sem völ er á. Barátta Palestínumanna er barátta fyrir mannréttindum, réttinum til að lifa í friði í landi sínu. Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, stuðluðu að stofnun Ísraels í landi Palestínumanna og hafa í sjötúu og fimm ár stutt hryðjuverk síonista og sífellt landrán og þjóðernishreinsanir. Þegar litið er yfir sviðið og orð og gerðir vestrænna stjórnmálaforkólfa eru vegin og metin þá er erfitt að forðast þá hugsun að rasismi eigi hér hlut að máli. Er það svo? - svarið liggur í loftinu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun