Ósáttir við að landsliðsþjálfarinn hafi líkt Yamal við Messi og Maradona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 14:30 Lamine Yamal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Barcelona. getty/Fran Santiago Börsungar eru langt frá því að vera sáttir við þjálfara spænska karlalandsliðsins í fótbolta sem líkti ungstirninu Lamine Yamal við tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar. Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid. Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira