Lífið

Tvö­föld og ó­vænt af­mælis­gleði hjá Magnúsi Geir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri í lok árs 2019.
Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri í lok árs 2019. Vísir/Vilhelm

Leikhúsvinir og vandamenn Magnúsar Geirs Þórðarsonar Þjóðleikhússtjóra komu honum á óvart með óvæntri afmælisveislu í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið. Magnús Geir er floginn til Amsterdam til að fagna tímamótum frekar með sínum nánustu vinum.

Fimmtusafmælið bar upp á laugardaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu fóru hjónin Guðjón Davíð Karlsson, Gói, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir með Magnúsi og Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur í drykk á 101 hóteli í afmælisskál.

Þar var bundið fyrir augu Magnúsar Geirs og hann leiddur sem leið lá í Þjóðleikhúskjallarann. Þangað var herskari úr leikhúsinu mættur og tók vel á móti afmælisbarninu. Listamenn leikhússins stigu á stokk í tilefni dagsins.

Gói sá um veislustjórnina og meðal þeirra sem sungu fyrir afmælisbarnið voru Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Í þetta skiptið stóð veislan ekki fram á morgun því segja má að um forafmælispartý hafi verið að ræða.

Magnús Geir og Ingibjörg Ösp eru nefnilega flogin utan til Amsterdam með vel völdum vinum úr leikhúsheiminum þar sem til stendur að fagna afmælinu frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×