„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. október 2023 21:00 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að málið verði skoðað. Samsett mynd Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09