„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina. „Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent