Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:31 Tynice Martin er greinilega mjög öflugur leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. „Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira
„Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira