Lífið

Upplifði verki um allan líkama

Stefán Árni Pálsson skrifar
Breytt matarræði og lífstílsbreyting kom Margréti á fætur.
Breytt matarræði og lífstílsbreyting kom Margréti á fætur.

Einn vinsælasti förðunarfræðingur landsins Margrét R. Jónasdóttir ofkeyrði sig í vinnu og í of langan tíma eins og svo margir og endaði með því að upplifa algjört þrot eða burnout eins og hún kallar það.

Samhliða því upplifði hún verki um allan líkamann og samkvæmt læknisráði átti hún að fara í aðgerð.

En þar sem Margrét er algjört hörkutól og gefst aldrei upp ákvað hún að taka málin í sínar hendur og breytti alveg um lífsstíl og mataræði.

Við það losnaði hún við alla verki og þurfti ekki að fara í aðgerðina.

Vala Matt fékk að heyra magnaða reynslusögu þessarar flottu konu sem hefur verið mörgum fyrirmynd en Vala ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Ofkeyrði sig í vinnu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×