Lífið á hálendinu Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 10. október 2023 14:01 Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun