Lífið á hálendinu Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 10. október 2023 14:01 Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun