Dagurinn í myndum: Syrgjandi ættingjar og börn í húsarústum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 17:05 Maður heldur utan um lík ástvinar síns og grætur. Myndin var tekin rétt áður en útför nokkurra, sem voru drepnir í loftárásum á Gasaströndina í dag, fór fram. Getty/Abed Zagout Mikið hefur gengið á í Ísrael og Palestínu í dag. Átökin hafa haldið áfram og magnast með hverjum deginum. Ísraelsmenn hafa haldið úti loftárásum á Gasaströndina í allan dag og Hamas svarað í sömu mynt. Fjöldi fólks hefur verið drepinn í dag. Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira