Fótbolti

Daníel Guð­john­sen á lista yfir efni­legustu fót­bolta­menn heims

Aron Guðmundsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall.
Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se

Daníel Tristan Guð­john­sen, leik­maður sænska úr­vals­deildar­fé­lagsins Mal­mö, er á lista The Guar­dian yfir 60 efni­legustu knatt­spyrnu­menn heims sem fæddir eru árið 2006.

The Guar­dian opin­beraði listann í dag en hinn 17 ára Daníel Tristan á nú þegar að baki leik fyrir sænska úr­vals­deildar­fé­lagið og hefur verið á­berandi í lands­leikjum með yngri lands­liðum Ís­lands.

Í um­sögn The Guar­dian um Daníel Tristan er auð­vitað ekki komist hjá því að nefna það að hann kemur úr mikilli fót­bolta­fjöl­skyldu.

Faðir hans er Eiður Smári Guð­john­sen, sem er af mörgum talinn besti fót­bolta­maður Ís­lands frá upp­hafi. Þá á afi hans, Arnór Guð­john­sen, einnig að baki far­sælan at­vinnu- og lands­liðs­manna­feril.

Þá er Daníel Tristan einn af þremur sonum Eiðs Smára og Ragn­hildar Sveins­dóttur sem eru nú allir at­vinnu­menn í fót­bolta.

Daníel Tristan er 17 ára gamall, fæddur árið 2006, og er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrum atvinnumanns, og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Daníel og bræður hans stunda nú allir sína iðju á Norðurlöndunum. Andri Lucas Guðjohnsen fór frá B-liði Real Madrid til Norrköping í fyrra og þaðan til Lyngby í Danmörku. Sveinn Aron Guðjohnsen hefur leikið með Elfsborg síðan árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×