Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 06:44 Palestínskur maður með særða stúlku við sjúkrahús í Gasaborg. AP/Fatima Shbair Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira