Óttast að spítalinn breytist í líkhús Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 12:28 Mynd frá því í gær á spítalanum á Gasaströndinni. AP/Ali Mahmoud Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira