Scholes hefur ekki séð betri leikmann á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 11:31 Jude Bellingham hefur raðað inn mörkum á fyrsta tímabili sínu með Real Madrid. AP/Jose Breton Paul Scholes er einn af bestu miðjumönnum sem Englendingar hafa átt og átti magnaðan feril með Manchester United. Það er óhætt að segja að þessi goðsögn sé hrifinn af landa sínum Jude Bellingham. Paul Scholes hrósaði Jude Bellingham mikið í viðtali á TNT Sports en fram undan eru landsleikir hjá Englendingum í undankeppni EM. „Miðað við aldur og það sem hann hefur afekað þegar þá er hann betri á þessum tíma á ferli sinum en nokkur annar leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Paul Scholes aðspurður um Jude Bellingham. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bellingham hefur skorað tíu mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Real Madrid í öllum keppnum. Hann er samt enn bara tvítugur. „Þetta er svo metnaðarfullur strákur, ákveðinn í að standa sig, mikill atvinnumaður í öllu sem hann gerir og með alla þessa hæfileika. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Scholes. „Ofan á allt saman þá er hann með réttu skapgerðina til að ráða við þetta allt saman. Það virðist ekkert slá hann út af laginu,“ sagði Scholes. „Hann fór til eins stærsta félags í heimi sem er Real Madrid og hann heldur sínu striki alveg eins og hann sé bara að spila fyrir Birmingham. Hann stendur svo mikið upp úr,“ sagði Scholes. „Hann er sigurvegari. Hann hefur áhrif á fótboltavelli. Það er svo mikið af miðjumönnum í dag sem halda að þeir séu að spila vel þegar þegar liðið heldur boltanum í 75 eða 80 prósent af leikjunum en þeir hvorki skora sjálfir né búa til mark fyrir aðra,“ sagði Scholes. „Hann er að vinna fótboltaleiki fyrir liðið sitt. Þess vegna er hann að spila fyrir Real Madrid. Vonandi getur hann gert það líka fyrir enska landsliðið,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Paul Scholes hrósaði Jude Bellingham mikið í viðtali á TNT Sports en fram undan eru landsleikir hjá Englendingum í undankeppni EM. „Miðað við aldur og það sem hann hefur afekað þegar þá er hann betri á þessum tíma á ferli sinum en nokkur annar leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Paul Scholes aðspurður um Jude Bellingham. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bellingham hefur skorað tíu mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Real Madrid í öllum keppnum. Hann er samt enn bara tvítugur. „Þetta er svo metnaðarfullur strákur, ákveðinn í að standa sig, mikill atvinnumaður í öllu sem hann gerir og með alla þessa hæfileika. Það er ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Scholes. „Ofan á allt saman þá er hann með réttu skapgerðina til að ráða við þetta allt saman. Það virðist ekkert slá hann út af laginu,“ sagði Scholes. „Hann fór til eins stærsta félags í heimi sem er Real Madrid og hann heldur sínu striki alveg eins og hann sé bara að spila fyrir Birmingham. Hann stendur svo mikið upp úr,“ sagði Scholes. „Hann er sigurvegari. Hann hefur áhrif á fótboltavelli. Það er svo mikið af miðjumönnum í dag sem halda að þeir séu að spila vel þegar þegar liðið heldur boltanum í 75 eða 80 prósent af leikjunum en þeir hvorki skora sjálfir né búa til mark fyrir aðra,“ sagði Scholes. „Hann er að vinna fótboltaleiki fyrir liðið sitt. Þess vegna er hann að spila fyrir Real Madrid. Vonandi getur hann gert það líka fyrir enska landsliðið,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira