Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 08:11 Þessi göng lágu frá Gasa til Ísrael en voru eyðilögð af Ísraelsher árið 2018. epa/Jack Guez Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. „Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
„Hugsið Gasa sem eitt lag fyrir almenna borgara og annað fyrir Hamas. Það sem við erum að gera er að reyna að komast að þessu öðru lagi sem Hamas hefur byggt upp,“ segir talsmaður Ísraelshers í myndskeiði sem var birt í gær. „Þetta eru ekki byrgi fyrir almenna borgara Gasa. Þetta er bara fyrir Hamas og aðra hryðjuverkamenn svo þeir geti haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, skipuleggja aðgerðir og senda hryðjuverkamenn inn í Ísrael,“ sagði talsmaðurinn. Ísraelsmenn tala um „Gasa-neðanjarðarkerfið“. Samkvæmt BBC er erfitt að leggja mat á umfang neðanjarðargangana en árið 2021 sagðist Ísraelsher hafa eyðilagt meira en 100 kílómetra af göngum í loftárásum. Hamas-liðar svöruðu hins vegar og sögðu kerfið 500 kílómetra að lengd og að Ísraelsmenn hefðu aðeins náð að eyðileggja um fimm prósent kerfisins. Gangasmíðarnar hófust áður en Ísraelsmenn drógu herlið sitt og landnema burt frá svæðinu árið 2005 en aukinn kraftur var settur í þær eftir að Hamas tók völdin á svæðinu tveimur árum síðar. Vígamenn Islamic Jihad í göngum undir Gasa.Getty/Anadolu/Ashraf Amra Liggja frá moskum, skólum og heimilum Þegar mest var voru næstum 2.500 gögn notuð til að smygla gögnum frá Egyptalandi, þar á meðal vopnum og eldsneyti. Göngin voru minna notuð eftir 2010, þegar Ísraelar hófu að leyfa birgðaflutninga yfir landamörkin og þá eyðilögðu Egyptar göngin með því að fylla þau eða eyðileggja. Hamas-liðar hófu hins vegar að grafa göng undir landamörkin til Ísrael til að gera árásir og árið 2013 uppgötvaði Ísraelsher 1,6 kílómetra löng steypt göng sem lágu frá Gasa og komu upp í þéttbýliskjarna Ísraelsmegin. Daphné Richemond-Barak, sérfræðingur við Reichman University í Ísrael, segir göngin sem liggja undir landamörkin yfirleitt illa gerð og notuð einu sinni. Göngin undir Gasa séu allt annars eðlis; þau séu byggð fyrir reglulega notkun. Þau göng séu notuð til að komast til og frá, sem boðleiðir fyrir samskipti. Þau séu jafnvel mannhæðarhá og um þau liggi rafmagn og stundum lestarteinar. Þar sé einnig að finna stjórnstöðvar. Göngin liggja á allt að 30 metra dýpi og koma upp í moskum, skólum og á heimilum. Bygging þeirra er sögð hafa komið harkalega niður á íbúum Gasa en þau hafi verið kostuð með fjármunum sem hafi verið ætlaðir í neyðaraðstoð til handa almennum borgurum. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um göngin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira