Innlent

Ó­venju mikið af lús á Vest­fjörðum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af.
Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Aðsend

Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef MAST. Þar segir að um sé að ræða tvö eldissvæði í Tálknafirði, fjögur eldissvæði í Arnarfirði og tvö í Dýrafirði. Svæðin verða meðhöndluð með baðlyfi annars vegar og lyfjafóðri hins vegar.

„Lúsalyf geta haft neikvæð áhrif á vistkerfi í nærumhverfi eldiskvía. Eins sýnir reynsla nágrannalanda að laxalús getur myndað ónæmi gegn lyfjum. Þess vegna er notkun lyfja í baráttunni gegn lús úrræði sem ekki skal beita nema í algerri neyð. Því hefur Matvælastofnun hvatt fyrirtæki til þess að leita leiða til að ná tökum á lúsaálaginu með öðrum aðferðum, en í þessum tilvikum var nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að grípa inn í með lyfjameðhöndlun,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×