Börn en ekki pólitík Ragnar Schram skrifar 13. október 2023 16:00 Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Góðverk Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar