„Í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:46 Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, ásamt aðstoðarmanni sínum Jóhannesi Karli Guðjónssyni Vísir/Hulda Margrét Ísland gerði svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var svekktur með seinni hálfleik liðsins. „Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira