Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 22:22 Lögeglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni. Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni.
Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira