Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. október 2023 23:13 Sunneva Arney var að bíða eftir strætó til að fara á íþróttaæfingu þegar bíll stoppaði fyrir framan strætóskýlið og farþegar hans köstuðu eggjum í átt að henni. Stöð 2/Arnar Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira