Spánverjar tryggðu sér og Skotum sæti á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 20:45 Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM í kvöld. Spánverjar gerðu góða ferð til Osló og þá komu Walesverjar sér í baráttuna í D-riðli eftir góðan sigur gegn Króatíu. Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira