Fótbolti

Sendi leikmennina sína aftur í skóla því þeir gátu ekki lagt saman tvo plús tvo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Tevez vill að leikmennirnir sínir geti leyst einföld stærðfræðidæmi.
Carlos Tevez vill að leikmennirnir sínir geti leyst einföld stærðfræðidæmi. getty/Gustavo Garello

Carlos Tevez, þjálfari Independiente, sýnir leikmönnum sína enga miskunn hvort sem það er fyrir frammistöðu innan vallar eða utan.

Tevez var ráðinn þjálfari Independiente í ágúst og hefur gert góða hluti með liðið sem var í slæmri stöðu þegar hann tók við.

Tevez fer óvenjulegar leiðir í þjálfun og lét reyna á leikmennina sína á nokkuð óvenjulegan hátt á æfingu á dögunum. Hann bað þá nefnilega um að leggja saman tvo og tvo til að sjá hvernig þeir stæðu sig undir pressu.

Ótrúlegt en satt gátu þrír leikmenn ekki leyst þetta einfalda stærðfræðidæmi. Tevez brást fljótt við og fékk Independiente til að redda einkakennslu fyrir leikmennina eftir æfingarnar. Þar verður lögð áhersla á lestur, skrif og síðast en ekki síst reikning enda ekki vanþörf á.

Tevez lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið með Boca Juniors um þriggja ára skeið. Hann tók við Rosario Central sumarið 2022 en hætti þar eftir fimm mánuði í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×