Erlent

Sex­tán ára drengur grunaður um þrjú morð á tveimur sólar­hringum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum sænsku lögreglunnar í Tullinge í síðustu viku.
Frá aðgerðum sænsku lögreglunnar í Tullinge í síðustu viku. EPA

Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið sextán ára dreng sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á tveimur sólarhringum í síðustu viku. Málið er sagt tengjast átakanna innan Foxtrot-glæpagengisins.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að drengurinn sé grunaður um að hafa skotið tvær konur til bana í einbýlishúsi í Tullinge, suðvestur af Stokkhólmi, aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. SVT segir frá því að konurnar sem myrtar voru tengist liðsmanni Foxtrot.

Hann er einnig grunaður um að svo skotið mann til bana í húsi við Telefonplan í Västberga í Stokkhólmi á fimmtudag, en í þeirri árás særðust einnig kona og barn.

Saksóknari greinir frá málinu í fréttatilkynningu í morgun. Tveir voru handteknir vegna morðanna í Tullinge, en öðrum þeirra var sleppt síðdegis á föstudaginn. Hann liggur enn undir grun um að tengjast málinu.

Í fréttum segir að í báðum tilvikum hafi börn verið á heimilunum þar sem morðin voru framin. Drengurinn var handtekinn í leigubíl eftir árásina í Tullinge, en hann var þá með skotvopn og skotfæri meðferðis.

Drengurinn sem grunaður er um morðin er frá Linköping og sagður nýlega hafa strokið frá unglingaheimili. Hann hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar í Svíþjóð.


Tengdar fréttir

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran

Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×