Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 11:49 Aine Davis var handtekinn þegar honum var vísað frá Tyrklandi og sendur til Bretlands í ágúst. EPA/ANDY RAIN Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023 Bretland Sýrland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023
Bretland Sýrland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira