Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 10:35 Bell teiknaði skopmyndir fyrir Guardian í um 40 ár. Getty/Corbis/Colin McPherson Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira