Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 11:32 Rússar eru sagðir hafa misst Ka-52 árásarþyrlur, sem eru meðal háþróuðustu hergagna Rússlands. Getty/Andia Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22
Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00