Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 13:10 Ráðherra ásamt fulltrúum og starfsfólki starfshóps um um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti. Stjórnarráðið Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfshópsins sem kynnt var í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra skipaði starfshópinn í október í fyrra í samráði við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður þeim Ármanni Kr. Ólafssyni formanni, Gunnari Alexander Ólafssyni, sérfræðingi og Sigríði Gísladóttir dýralækni og komust þau eftir rýni á skýrslum og viðtölum við fulltrúa stofnana og atvinnulífs að þeirri niðurstöðu að þörf sé á gagngerum breytingum á fyrirkomulagi eftirlits. Eftirlitið í dag í höndum ellefu stofnana Yfirstjórn málaflokkana er í dag hjá umhverfis-,orku- og loftlagsráðuneytinu auk matvælaráðuneytisins. Þá er meginábyrgð á framkvæmd og samræmingu eftirlits hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun en dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Segir starfshópurinn að því sé um að ræða flókið samspil alls ellefu stofnana. Þær séu á tveimur stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga þar sem meðal annars reyni á innleiðingu og framkvæmd umfangsmikillar EES-löggjafar. Hópurinn segir að þær úrbætur sem áður hafi verið gerðar á fyrirkomulagi eftirlitsins hafi einkennst af bútasaumi. Löngu sé orðið tímabært að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á núverandi kerfi. Drógu upp þrjár sviðsmyndir Ýmsir gallar séu á fyrirkomulagi og framkvæmd eftirlits eins og það er skipulagt í dag. Ósamræmi í framkvæmd sé of mikið, stjórnsýsla of flókin, það skorti yfirsýn og misbrestir kerfisins hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf og samkeppnishæfni Íslands. Þá séu vannýtt tækifæri til skilvirkni, einföldunar og starfrænnar þróunar. Hópurinn dró upp þrjár sviðsmyndir við vinnu sína sem fela í sér mismiklar breytingar. Í fyrsta lagi að heilbrigðiseftirlitssvæðum verði fækkað, í öðru lagi að matvælaeftirlit verði hjá einni stofnun, ásamt fækkun heilbrigðiseftirlita og í þriðja lagi að allt eftirlit verði hjá stofnunum ríkisins. „Var það einróma niðurstaða starfshópsins að leggja til að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins (sviðsmynd 3). Sú tillaga felur í sér tilfærslu verkefna milli stjórnsýslustiga, umfangsmiklar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og verulega einföldun kerfisins, auk þess að hafa í för með sér betri þjónustu og minni kostnað. Telur hópurinn að með henni séu mestar líkur á að tryggja megi nauðsynlega samræmingu.“ Ráðherra ánægður með skýrsluna Haft er eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu að hann sé ánægður með skýrsluna. Hann sé auk þess ánægður með þær tillögur um úrbætur sem starfshópurinn leggur til að ráðist verði í. „Vandamál eftirlitsins liggur í flóknu kerfi þar sem ábyrgðin liggur ýmist hjá sveitarfélögum eða ríkinu. Hér er lagt til að straumlínulaga kerfið, fækka stofnunum um níu og láta ábyrgðina á málflokknum liggja hjá ríkinu. Það er því góður samhljómur milli þessara tillagna og þeirra skýrslna sem áður hafa verið gefnar út um málefni heilbrigðiseftirlita. Einnig er mikilvægt að hópurinn átti í góðu samráði og samtali við alla hagaðila í vinnunni,“ segir Guðlaugur Þór. Ármann Kr. Ólafsson formaður starfshópsins kynnir tillögur hópsins.Stjórnarráðið Ljóst sé að hér sé um að ræða málefni sveitarfélaganna að stórum hluta. Því hafi hann farið yfir helstu niðurstöður á haustfundum landshlutasamtakanna undanfarnar vikur, því ekkert verði gert án þeirra aðkomu. „Það er hins vegar ljóst að við getum ekki skrifað alltaf nýjar skýrslur með sömu niðurstöðunni. Við verðum að leggjast yfir málin, taka samtalið og gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á fyrirkomulagi eftirlitsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Landbúnaður Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfshópsins sem kynnt var í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra skipaði starfshópinn í október í fyrra í samráði við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður þeim Ármanni Kr. Ólafssyni formanni, Gunnari Alexander Ólafssyni, sérfræðingi og Sigríði Gísladóttir dýralækni og komust þau eftir rýni á skýrslum og viðtölum við fulltrúa stofnana og atvinnulífs að þeirri niðurstöðu að þörf sé á gagngerum breytingum á fyrirkomulagi eftirlits. Eftirlitið í dag í höndum ellefu stofnana Yfirstjórn málaflokkana er í dag hjá umhverfis-,orku- og loftlagsráðuneytinu auk matvælaráðuneytisins. Þá er meginábyrgð á framkvæmd og samræmingu eftirlits hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun en dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Segir starfshópurinn að því sé um að ræða flókið samspil alls ellefu stofnana. Þær séu á tveimur stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga þar sem meðal annars reyni á innleiðingu og framkvæmd umfangsmikillar EES-löggjafar. Hópurinn segir að þær úrbætur sem áður hafi verið gerðar á fyrirkomulagi eftirlitsins hafi einkennst af bútasaumi. Löngu sé orðið tímabært að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á núverandi kerfi. Drógu upp þrjár sviðsmyndir Ýmsir gallar séu á fyrirkomulagi og framkvæmd eftirlits eins og það er skipulagt í dag. Ósamræmi í framkvæmd sé of mikið, stjórnsýsla of flókin, það skorti yfirsýn og misbrestir kerfisins hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf og samkeppnishæfni Íslands. Þá séu vannýtt tækifæri til skilvirkni, einföldunar og starfrænnar þróunar. Hópurinn dró upp þrjár sviðsmyndir við vinnu sína sem fela í sér mismiklar breytingar. Í fyrsta lagi að heilbrigðiseftirlitssvæðum verði fækkað, í öðru lagi að matvælaeftirlit verði hjá einni stofnun, ásamt fækkun heilbrigðiseftirlita og í þriðja lagi að allt eftirlit verði hjá stofnunum ríkisins. „Var það einróma niðurstaða starfshópsins að leggja til að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins (sviðsmynd 3). Sú tillaga felur í sér tilfærslu verkefna milli stjórnsýslustiga, umfangsmiklar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og verulega einföldun kerfisins, auk þess að hafa í för með sér betri þjónustu og minni kostnað. Telur hópurinn að með henni séu mestar líkur á að tryggja megi nauðsynlega samræmingu.“ Ráðherra ánægður með skýrsluna Haft er eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu að hann sé ánægður með skýrsluna. Hann sé auk þess ánægður með þær tillögur um úrbætur sem starfshópurinn leggur til að ráðist verði í. „Vandamál eftirlitsins liggur í flóknu kerfi þar sem ábyrgðin liggur ýmist hjá sveitarfélögum eða ríkinu. Hér er lagt til að straumlínulaga kerfið, fækka stofnunum um níu og láta ábyrgðina á málflokknum liggja hjá ríkinu. Það er því góður samhljómur milli þessara tillagna og þeirra skýrslna sem áður hafa verið gefnar út um málefni heilbrigðiseftirlita. Einnig er mikilvægt að hópurinn átti í góðu samráði og samtali við alla hagaðila í vinnunni,“ segir Guðlaugur Þór. Ármann Kr. Ólafsson formaður starfshópsins kynnir tillögur hópsins.Stjórnarráðið Ljóst sé að hér sé um að ræða málefni sveitarfélaganna að stórum hluta. Því hafi hann farið yfir helstu niðurstöður á haustfundum landshlutasamtakanna undanfarnar vikur, því ekkert verði gert án þeirra aðkomu. „Það er hins vegar ljóst að við getum ekki skrifað alltaf nýjar skýrslur með sömu niðurstöðunni. Við verðum að leggjast yfir málin, taka samtalið og gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á fyrirkomulagi eftirlitsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Landbúnaður Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum