Fótbolti

Thomas Ari með fernu fyrir ís­lenska sau­tján ára lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir spiluðu vel á Írlandi í dag.
Strákarnir spiluðu vel á Írlandi í dag. KSÍ

Strákarnir í íslenska sautján ára landsliðinu í fótbolta unnu 7-1 stórsigur á Armeníu í dag í síðasta leik liðsins í fyrstu umferð undankeppni EM 2024. Riðill íslenska liðsins fór fram í Mardyke á Írlandi.

Þar sem að Sviss og Írland markalaust jafntefli á sama tíma varð ljóst að íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins.

Tvö efstu liðin komust áfram en vonin er þó ekki úti. Þau fimm lið sem verða með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna komast áfram. Það kemur því í ljós á næstu vikum hvort Ísland nælir sér í sæti í milliriðlum undankeppninnar.

Valsmaðurinn Thomas Ari Arnarsson skoraði fernu fyrir íslenska liðið í leiknum samkvæmt leikskýrslu KSÍ og hin mörkin skoruðu þeir Daniel Ingi Jóhannesson, Tómas Johannessen og Gunnar Orri Olsen. UEFA skráði reyndar bara þrjú mörk á Thomas Ara en tvö mörk Daniel Inga.

Thomas Ari hefur þar með skorað fimm mörk í sex leikjum með sautján ára landsliðinu. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum sem Ísland vann 3-1. Þrennan var innsigluð á 62. mínútu og fjórða og síðasta markið kom tveimur mínútum fyrir leikslok.

ksi.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×