Að skera vínber með sveðju Brynjar M. Ólafsson skrifar 18. október 2023 07:31 Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. Símabann í skólum, miðlægt símabann á landsvísu. Fyrir mér hljómar það eins og „pillan“ sem á að leysa vandann en báðir eru sammála um að hún sé ekki til. Í viðtali við Bítið lýsir Þorgrímur yfir áhyggjum af orðaforða barna og unglinga í dag, hann sé orðinn svo slakur að unglingar skilja ekki hvað átt er við þegar talað er um orðaforða. Þorgrímur segir „foreldra ekki hafa tíma til að vera foreldrar, þori ekki að setja börnum sínum mörk og kunni ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu“. Hann kemur inn á tímaleysi foreldra með börnum sínum og samviskubit sem þeir hafa fyrir vikið. Þó ég sé ekki jafn gamall og Þorgrímur þá er ég samt nógu gamall til að geta tekið undir þetta að einhverju leyti. En þá vaknar spurningin: Mun símabann í skólum leysa vandann? Í öðru viðtali tekur Jón Pétur undir áhyggjur Þorgríms af æskunni og telur lýðræðið vera í húfi. Sem hluta af vandanum nefnir hann að Íslendingar vinna mest innan landa OECD og hlýtur það að skýra tímaskort foreldra og samskiptaleysi við börnin sem Þorgrímur nefndi. Ennfremur segir hann okkur glíma við fremstu markaðssérfræðinga og sálfræðinga heims sem vinna við það að gera okkur háð samfélagsmiðlum og að foreldrar séu að missa börnin sín inn í símana og tölvuleiki. Aftur velti ég fyrir mér hvort símabann í skólum muni leysa vandann. Ég tel símabann í skólum ekki lausnina. Vil samt taka fram að ég er ekki hluti af fámennum hópi sem hefur hagsmuna að gæta við að símavæða skóla og heldur ekki hluti af öflum á Menntavísindasviði sem er að tala upp eigin fagmennsku. Ég er einungis kennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri sem hef starfað í skólum frá árinu 1998 eins og fleiri sem taka þátt í umræðunni. En rök mín gegn símabanni eru: Þorgrímur nefnir, væntanlega með vísan í rannsóknir, að börn og unglingar eyði allt að 8-10 tímum á dag í símanum. En aðrar rannsóknir sýna að stærstur hluti nemenda eyðir innan við klukkutíma í símanum í skólum til að hringja, senda skilaboð skoða efni á netinu o.s.frv. Hér vísa ég í Skólapúlsinn, sem allmargir skólar leggja fyrir nemendur í 6.-10. bekk, en nýjustu niðurstöður sýna að tæp 65% nemenda á landsvísu nota símann annað hvort ekki neitt eða innan við hálftíma í dag meðan þeir eru í skólanum. Ef horft er til allra sem eyða innan við klukkutíma á dag í skólanum í símanotkun þá eru það rúmlega 92% nemenda, en einungis 7,5% nemenda nota símann meira en klukkutíma á dag í skólanum. Án þess að vilja fullyrða of mikið þá myndi ég halda að það sé hópur sem mögulega þarf önnur úrræði og meiri stuðning innan skólans en símabann býður upp á. Ef unglingar eru í símanum 8-10 klukkustundir á dag þá myndi símabann í skólum aðeins minnka þann tíma niður í 7-9 klukkustundir. Erum við betur sett með það? Mörk sem Þorgrímur nefnir að þurfi að setja heima felast t.d. í því að barn á ekki að fá að ákveða hvort það setjist við kvöldverðaborðið með síma eða ekki. Mun símabann í skólum breyta því? Jón Pétur vill meina að við séum að tapa börnum okkar inn í síma og tölvuleiki. Ekki veit ég til þess að nemendur séu að mæta með Playstation tölvur í skólana til að spila tölvuleiki en engu að síður sýna rannsóknir að hópur unglinga er djúpt sokkinn í tölvuleikjaspilun og mætir ósofinn í skólann eftir spil langt fram eftir nóttu. Myndi símabann í skólum leysa þann vanda? Væri ekki nærtækara að ráðast að vandanum með fræðslu og markvissri umgjörð eins og rafíþróttasamtök Íslands tala fyrir og vinna að með góðum árangri? Svo eru það skólar sem hafa sett á símabann. Jón Pétur bendir á að þrátt fyrir bann sé auðvelt að ná sambandi við nemendur í þeim skólum og þeir svari jafnvel til baka með myndum sem þeir taka í símalausa skólanum. Myndi miðlægt símabann ofan á það bann leysa vandann? Ég hef átt börn í símalausum skóla. Þegar ég bað þau um að lýsa banninu fékk ég að vita að nemendur skiptust á að fylgjast með hvort kennari eða skólastjórnandi væri að nálgast og þá settu allir símana niður. Þetta leit vel út þegar kennarar voru spurðir um árangurinn en viljum við kenna nemendum að vera undirförlir? Nefnt er að skólinn eigi að vera friðland fyrir nemendur. Auðvitað á hann að vera það og í flestum tilvikum nær hann því, þó að alltaf sé eitthvað í gangi þar sem fleiri hundruð manns safnast saman. En hér er væntanlega verið að vísa til að börn eiga ekki að lenda í því í skólanum að vera tekin upp eða baktöluð á samfélagsmiðlum. Því er ég sammála, en yfir 90% slíkra mála sem rata inn á mitt borð eru vegna mynddreifinga og samskiptavanda sem á sér stað utan skólans, á kvöldin, um helgar eða í jóla- og páskafríum. Vissulega hafa komið upp atvik sem gerast á skólatíma en það koma líka upp atvik þar sem slegist er á fótboltavellinum eða einn nemandi slær til annars með sippubandi. Eigum við að banna fótbolta og sippubönd eða myndi símabann í skólum leysa þann vanda í leiðinni? Ekki má gleyma að raunverulegi vandinn er fyrst og fremst samfélagsmiðlar og notkun þeirra, ekki síminn sjálfur. Símar eru öflug, góð og gagnleg tæki sem eru orðnir hluti af okkar lífi. Jón Pétur kom réttilega inn á að krakkar nota síma til að borga í strætó, kaupa sér nesti í frímínútum, kanna breytta æfingartíma í appi íþróttafélaganna o.m.fl. Tilkoma símanna er þróun sem við snúum ekki við þ.a. nauðsynlegt er að læra að lifa með símanum frekar en að banna hann. Enda kemur fram í skýrslu UNESCU sem vitnað hefur verið til að lagt til bann við símum í kennslustundum svo þeir trufli ekki námið og einbeitingu nemenda en ekki í skólum alfarið eins og t.d. Ásdís Bergþórsdóttir skrifar um í aðsendri grein á visir.is í ágúst sl. Nú er ég ekki að reyna að vera fúll á móti með þessum skrifum en ég óttast að háværir andstæðingar síma í skólum reyni að ná fram símabanni sem líklega mun skila takmörkuðum árangri við raunverulega vandanum. Slíkt gæti meira að segja dregið úr ábyrgð foreldra sem gætu litið svo á að fyrst komið væri símabann í skólum þá þurfi þeir sjálfir ekki að hafa áhyggjur, skólinn sá um að tækla vandann. En það getur verið auðvelt að gagnrýna og eðlilegt að einhverjir spyrji hvort ég lumi á annarri lausn. Stutta svarið er „Nei“. Ég luma a.m.k. ekki á töfralausn eða pillu sem virkar til að bjarga æsku landsins og lýðræðinu á einu bretti. En samt koma nokkur atriði upp í hugann. Ég var hrifinn af því sem kom fram í viðtalinu við Þorgrím en hefur ekki fengið jafn mikinn hljómgrunn og símabannið. Meiri samskipti barna við fjölskylduna til að þjálfa samskiptafærni og auka orðaforða. Sem bónus má nefna að rannsóknir hafa sýnt að jákvæð samvera foreldra og barna hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni. Að ræða við fullorðna eykur víðsýni barna og eykur orðaforða. Að læra saman tvö orð á dag allt skólaárið eru 360 ný orð yfir veturinn (miðað við 180 daga skóladagatal en auðvitað má nýta helgar og vetrarfrí líka). Á tíu ára skólagöngu yrðu það 3600 ný orð. Gott viðbótarframlag foreldra við aðra vinnu í skólanum og almennan orðaforða sem nemandi býr yfir og getur munað um minna þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Samkvæmt Vísindavefnum er talið að einstaklingur þurfi að hafa orðaforða upp á 4000-5000 orð til að geta lesið erfiðan texta þó að 400-500 orð dugi í daglegu tali. Meiri lestur. Það er ætlast til að nemendur lesi ýmislegt í skólanum og heima líka. En gefa foreldrar sér tíma til að þjálfa lestur hjá nemendum nógu lengi eða yfirhöfuð? Því miður benda heimalestrarmiðar til þess að mikil brotalöm er á því hjá allt of mörgum og einnig hætta margir of snemma á skólagöngunni að hjálpa barninu eða styðja það við heimalestur. Sumum finnst það hlutverk skólans að kenna lestur, sem það vissulega er, en færnin fæst með aukaæfingunni sem verður að fara fram heima ef vel á að takast. Svo ekki sé talað um viðbótarorðaforðann sem fæst við auka lestri. Hvað með að fjölga samverustundum með því að fara á bókasafnið til að skoða og velja áhugaverðar bækur? Bæði er í lagi að fara slíka ferð með unglingnum á heimilinu eða vera fyrirmyndin sem kemur reglulega heim með bók af safninu. Að banna síma eða takmarka notkun þeirra er tvennt ólíkt. Að læra að hafa stjórn á tækninni í stað þess að stjórnast af henni ætti að vera markmiðið. Með því að beita meðalhófi í skólum er eðlileg krafa að nemendur séu ekki með síma í kennslustundum. Hvort sem það er gert með því að hafa símana í tösku eða símahirslum er útfærsluatriði og skv. Skólapúlsinum virðist það virka a.m.k. ef notkunartími í skólum er skoðaður. Slíkt kennir nemendum ábyrga notkun þ.e. nú á að læra og þá geymum við símann, nú eru frímínútur og þá megið þið hafa hann. Slík mörk þarf líka að setja heima því símabann í skólum mun ekki breyta heimilisvenjum. Af hverju eru heimilin ekki með sambærilega reglu; nú ertu að klára heimanámið og þá er síminn í körfu í forstofunni, nú ertu búin(n) og þá máttu hafa símann. Nú er matartími og þá er síminn í körfunni, nú er matartíminn búinn og þá er skjátími til kl. 20:00 og svo er síminn geymdur fyrir svefninn. Til að takmarka samfélagsmiðlanotkun, sem ég segi aftur að er meira vandamál en síminn sjálfur, þá geta foreldrar vinahópa komið sér saman um reglur eða skólinn jafnvel stutt við heilu árgangana við gerð sáttmála um hvað foreldrar samþykkja og hvað ekki. Eins og Jón Pétur bendir á í sínu viðtali þá er ekki eðlilegt að vínframleiðendur ákveði aldursmörk við kaup á áfengi, en það er ekkert því til fyrirstöðu að foreldra komi sér saman um að enginn í árganginum fái að vera á samfélagsmiðlum fyrr en eftir útskrift úr grunnskóla. Foreldrar geta sett þessi mörk a.m.k. fyrir sitt barn, jafnvel þó að það segi „en ALLIR í skólanum …“, það eru ekki ný rök hjá unglingum. Skilaboð mín með skrifunum eru að ég hvet til meðalhófs í banni og þá sér í lagi miðlægu allsherjarbanni. Auðvitað þarf að standa vörð um æskuna, og lýðræðið, en oft er öflug fræðsla betri en boð og bönn. Við þurfum líka að virða menningu barna í dag þó hún sé ólík þeirri sem var þegar við vorum að alast upp. Ég man hvað það skipti mig miklu máli sem unglingur að fá að vera með vasadiskó í skólanum, minnir að við höfum náð því í gegn með söfnun undirskrifta. Margir hneyksluðust þá á unglingum sem sátu hver með sín heyrnatól og var óttast að þeir myndu aldrei ná almennilegum tökum á samskiptum. Þá var setið í hring og hlustað, menn skiptust jafnvel á kasettum og þetta var okkar eigin menning. Flest lærðum við samt að tjá okkur. Svo kom eitthvað nýtt, svo kom eitthvað nýtt og svo komu snjallsímar. Ef við bönnum símana, kemur þá aldrei neitt nýtt? Þurfum við ekki sífellt að takast á við nýja tækni, nýja „ógn“ með öðrum leiðum en að banna? Ég tek frekar undir samfélagslegu ábyrgðina sem Þorgrímur og Jón Pétur nefna, styðjum við börnin okkar bæði í skólanum og heima, gefum okkur meiri tíma með þeim, leiðbeinum þeim og togum áfram í þroska, kennum seiglu, þrautseigju og sjálfsaga. Því rétt eins og Jón Pétur sem óttast dóm næstu kynslóðar um okkur, þá vil ég heldur ekki láta dæma dæma okkur með orðunum „Hvernig datt ykkur í hug að ætla að leysa þennan vanda með símabanni í skólum þegar 90% af vandanum er utan skólans“. Pössum okkur á því að fara ekki offari þegar kemur að því að finna bestu leiðina, það þarf ekki endilega sveðju til að skera vínber. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. Símabann í skólum, miðlægt símabann á landsvísu. Fyrir mér hljómar það eins og „pillan“ sem á að leysa vandann en báðir eru sammála um að hún sé ekki til. Í viðtali við Bítið lýsir Þorgrímur yfir áhyggjum af orðaforða barna og unglinga í dag, hann sé orðinn svo slakur að unglingar skilja ekki hvað átt er við þegar talað er um orðaforða. Þorgrímur segir „foreldra ekki hafa tíma til að vera foreldrar, þori ekki að setja börnum sínum mörk og kunni ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu“. Hann kemur inn á tímaleysi foreldra með börnum sínum og samviskubit sem þeir hafa fyrir vikið. Þó ég sé ekki jafn gamall og Þorgrímur þá er ég samt nógu gamall til að geta tekið undir þetta að einhverju leyti. En þá vaknar spurningin: Mun símabann í skólum leysa vandann? Í öðru viðtali tekur Jón Pétur undir áhyggjur Þorgríms af æskunni og telur lýðræðið vera í húfi. Sem hluta af vandanum nefnir hann að Íslendingar vinna mest innan landa OECD og hlýtur það að skýra tímaskort foreldra og samskiptaleysi við börnin sem Þorgrímur nefndi. Ennfremur segir hann okkur glíma við fremstu markaðssérfræðinga og sálfræðinga heims sem vinna við það að gera okkur háð samfélagsmiðlum og að foreldrar séu að missa börnin sín inn í símana og tölvuleiki. Aftur velti ég fyrir mér hvort símabann í skólum muni leysa vandann. Ég tel símabann í skólum ekki lausnina. Vil samt taka fram að ég er ekki hluti af fámennum hópi sem hefur hagsmuna að gæta við að símavæða skóla og heldur ekki hluti af öflum á Menntavísindasviði sem er að tala upp eigin fagmennsku. Ég er einungis kennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri sem hef starfað í skólum frá árinu 1998 eins og fleiri sem taka þátt í umræðunni. En rök mín gegn símabanni eru: Þorgrímur nefnir, væntanlega með vísan í rannsóknir, að börn og unglingar eyði allt að 8-10 tímum á dag í símanum. En aðrar rannsóknir sýna að stærstur hluti nemenda eyðir innan við klukkutíma í símanum í skólum til að hringja, senda skilaboð skoða efni á netinu o.s.frv. Hér vísa ég í Skólapúlsinn, sem allmargir skólar leggja fyrir nemendur í 6.-10. bekk, en nýjustu niðurstöður sýna að tæp 65% nemenda á landsvísu nota símann annað hvort ekki neitt eða innan við hálftíma í dag meðan þeir eru í skólanum. Ef horft er til allra sem eyða innan við klukkutíma á dag í skólanum í símanotkun þá eru það rúmlega 92% nemenda, en einungis 7,5% nemenda nota símann meira en klukkutíma á dag í skólanum. Án þess að vilja fullyrða of mikið þá myndi ég halda að það sé hópur sem mögulega þarf önnur úrræði og meiri stuðning innan skólans en símabann býður upp á. Ef unglingar eru í símanum 8-10 klukkustundir á dag þá myndi símabann í skólum aðeins minnka þann tíma niður í 7-9 klukkustundir. Erum við betur sett með það? Mörk sem Þorgrímur nefnir að þurfi að setja heima felast t.d. í því að barn á ekki að fá að ákveða hvort það setjist við kvöldverðaborðið með síma eða ekki. Mun símabann í skólum breyta því? Jón Pétur vill meina að við séum að tapa börnum okkar inn í síma og tölvuleiki. Ekki veit ég til þess að nemendur séu að mæta með Playstation tölvur í skólana til að spila tölvuleiki en engu að síður sýna rannsóknir að hópur unglinga er djúpt sokkinn í tölvuleikjaspilun og mætir ósofinn í skólann eftir spil langt fram eftir nóttu. Myndi símabann í skólum leysa þann vanda? Væri ekki nærtækara að ráðast að vandanum með fræðslu og markvissri umgjörð eins og rafíþróttasamtök Íslands tala fyrir og vinna að með góðum árangri? Svo eru það skólar sem hafa sett á símabann. Jón Pétur bendir á að þrátt fyrir bann sé auðvelt að ná sambandi við nemendur í þeim skólum og þeir svari jafnvel til baka með myndum sem þeir taka í símalausa skólanum. Myndi miðlægt símabann ofan á það bann leysa vandann? Ég hef átt börn í símalausum skóla. Þegar ég bað þau um að lýsa banninu fékk ég að vita að nemendur skiptust á að fylgjast með hvort kennari eða skólastjórnandi væri að nálgast og þá settu allir símana niður. Þetta leit vel út þegar kennarar voru spurðir um árangurinn en viljum við kenna nemendum að vera undirförlir? Nefnt er að skólinn eigi að vera friðland fyrir nemendur. Auðvitað á hann að vera það og í flestum tilvikum nær hann því, þó að alltaf sé eitthvað í gangi þar sem fleiri hundruð manns safnast saman. En hér er væntanlega verið að vísa til að börn eiga ekki að lenda í því í skólanum að vera tekin upp eða baktöluð á samfélagsmiðlum. Því er ég sammála, en yfir 90% slíkra mála sem rata inn á mitt borð eru vegna mynddreifinga og samskiptavanda sem á sér stað utan skólans, á kvöldin, um helgar eða í jóla- og páskafríum. Vissulega hafa komið upp atvik sem gerast á skólatíma en það koma líka upp atvik þar sem slegist er á fótboltavellinum eða einn nemandi slær til annars með sippubandi. Eigum við að banna fótbolta og sippubönd eða myndi símabann í skólum leysa þann vanda í leiðinni? Ekki má gleyma að raunverulegi vandinn er fyrst og fremst samfélagsmiðlar og notkun þeirra, ekki síminn sjálfur. Símar eru öflug, góð og gagnleg tæki sem eru orðnir hluti af okkar lífi. Jón Pétur kom réttilega inn á að krakkar nota síma til að borga í strætó, kaupa sér nesti í frímínútum, kanna breytta æfingartíma í appi íþróttafélaganna o.m.fl. Tilkoma símanna er þróun sem við snúum ekki við þ.a. nauðsynlegt er að læra að lifa með símanum frekar en að banna hann. Enda kemur fram í skýrslu UNESCU sem vitnað hefur verið til að lagt til bann við símum í kennslustundum svo þeir trufli ekki námið og einbeitingu nemenda en ekki í skólum alfarið eins og t.d. Ásdís Bergþórsdóttir skrifar um í aðsendri grein á visir.is í ágúst sl. Nú er ég ekki að reyna að vera fúll á móti með þessum skrifum en ég óttast að háværir andstæðingar síma í skólum reyni að ná fram símabanni sem líklega mun skila takmörkuðum árangri við raunverulega vandanum. Slíkt gæti meira að segja dregið úr ábyrgð foreldra sem gætu litið svo á að fyrst komið væri símabann í skólum þá þurfi þeir sjálfir ekki að hafa áhyggjur, skólinn sá um að tækla vandann. En það getur verið auðvelt að gagnrýna og eðlilegt að einhverjir spyrji hvort ég lumi á annarri lausn. Stutta svarið er „Nei“. Ég luma a.m.k. ekki á töfralausn eða pillu sem virkar til að bjarga æsku landsins og lýðræðinu á einu bretti. En samt koma nokkur atriði upp í hugann. Ég var hrifinn af því sem kom fram í viðtalinu við Þorgrím en hefur ekki fengið jafn mikinn hljómgrunn og símabannið. Meiri samskipti barna við fjölskylduna til að þjálfa samskiptafærni og auka orðaforða. Sem bónus má nefna að rannsóknir hafa sýnt að jákvæð samvera foreldra og barna hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni. Að ræða við fullorðna eykur víðsýni barna og eykur orðaforða. Að læra saman tvö orð á dag allt skólaárið eru 360 ný orð yfir veturinn (miðað við 180 daga skóladagatal en auðvitað má nýta helgar og vetrarfrí líka). Á tíu ára skólagöngu yrðu það 3600 ný orð. Gott viðbótarframlag foreldra við aðra vinnu í skólanum og almennan orðaforða sem nemandi býr yfir og getur munað um minna þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Samkvæmt Vísindavefnum er talið að einstaklingur þurfi að hafa orðaforða upp á 4000-5000 orð til að geta lesið erfiðan texta þó að 400-500 orð dugi í daglegu tali. Meiri lestur. Það er ætlast til að nemendur lesi ýmislegt í skólanum og heima líka. En gefa foreldrar sér tíma til að þjálfa lestur hjá nemendum nógu lengi eða yfirhöfuð? Því miður benda heimalestrarmiðar til þess að mikil brotalöm er á því hjá allt of mörgum og einnig hætta margir of snemma á skólagöngunni að hjálpa barninu eða styðja það við heimalestur. Sumum finnst það hlutverk skólans að kenna lestur, sem það vissulega er, en færnin fæst með aukaæfingunni sem verður að fara fram heima ef vel á að takast. Svo ekki sé talað um viðbótarorðaforðann sem fæst við auka lestri. Hvað með að fjölga samverustundum með því að fara á bókasafnið til að skoða og velja áhugaverðar bækur? Bæði er í lagi að fara slíka ferð með unglingnum á heimilinu eða vera fyrirmyndin sem kemur reglulega heim með bók af safninu. Að banna síma eða takmarka notkun þeirra er tvennt ólíkt. Að læra að hafa stjórn á tækninni í stað þess að stjórnast af henni ætti að vera markmiðið. Með því að beita meðalhófi í skólum er eðlileg krafa að nemendur séu ekki með síma í kennslustundum. Hvort sem það er gert með því að hafa símana í tösku eða símahirslum er útfærsluatriði og skv. Skólapúlsinum virðist það virka a.m.k. ef notkunartími í skólum er skoðaður. Slíkt kennir nemendum ábyrga notkun þ.e. nú á að læra og þá geymum við símann, nú eru frímínútur og þá megið þið hafa hann. Slík mörk þarf líka að setja heima því símabann í skólum mun ekki breyta heimilisvenjum. Af hverju eru heimilin ekki með sambærilega reglu; nú ertu að klára heimanámið og þá er síminn í körfu í forstofunni, nú ertu búin(n) og þá máttu hafa símann. Nú er matartími og þá er síminn í körfunni, nú er matartíminn búinn og þá er skjátími til kl. 20:00 og svo er síminn geymdur fyrir svefninn. Til að takmarka samfélagsmiðlanotkun, sem ég segi aftur að er meira vandamál en síminn sjálfur, þá geta foreldrar vinahópa komið sér saman um reglur eða skólinn jafnvel stutt við heilu árgangana við gerð sáttmála um hvað foreldrar samþykkja og hvað ekki. Eins og Jón Pétur bendir á í sínu viðtali þá er ekki eðlilegt að vínframleiðendur ákveði aldursmörk við kaup á áfengi, en það er ekkert því til fyrirstöðu að foreldra komi sér saman um að enginn í árganginum fái að vera á samfélagsmiðlum fyrr en eftir útskrift úr grunnskóla. Foreldrar geta sett þessi mörk a.m.k. fyrir sitt barn, jafnvel þó að það segi „en ALLIR í skólanum …“, það eru ekki ný rök hjá unglingum. Skilaboð mín með skrifunum eru að ég hvet til meðalhófs í banni og þá sér í lagi miðlægu allsherjarbanni. Auðvitað þarf að standa vörð um æskuna, og lýðræðið, en oft er öflug fræðsla betri en boð og bönn. Við þurfum líka að virða menningu barna í dag þó hún sé ólík þeirri sem var þegar við vorum að alast upp. Ég man hvað það skipti mig miklu máli sem unglingur að fá að vera með vasadiskó í skólanum, minnir að við höfum náð því í gegn með söfnun undirskrifta. Margir hneyksluðust þá á unglingum sem sátu hver með sín heyrnatól og var óttast að þeir myndu aldrei ná almennilegum tökum á samskiptum. Þá var setið í hring og hlustað, menn skiptust jafnvel á kasettum og þetta var okkar eigin menning. Flest lærðum við samt að tjá okkur. Svo kom eitthvað nýtt, svo kom eitthvað nýtt og svo komu snjallsímar. Ef við bönnum símana, kemur þá aldrei neitt nýtt? Þurfum við ekki sífellt að takast á við nýja tækni, nýja „ógn“ með öðrum leiðum en að banna? Ég tek frekar undir samfélagslegu ábyrgðina sem Þorgrímur og Jón Pétur nefna, styðjum við börnin okkar bæði í skólanum og heima, gefum okkur meiri tíma með þeim, leiðbeinum þeim og togum áfram í þroska, kennum seiglu, þrautseigju og sjálfsaga. Því rétt eins og Jón Pétur sem óttast dóm næstu kynslóðar um okkur, þá vil ég heldur ekki láta dæma dæma okkur með orðunum „Hvernig datt ykkur í hug að ætla að leysa þennan vanda með símabanni í skólum þegar 90% af vandanum er utan skólans“. Pössum okkur á því að fara ekki offari þegar kemur að því að finna bestu leiðina, það þarf ekki endilega sveðju til að skera vínber. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar