Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2023 06:38 Hópar söfnuðust saman til að mótmæla við sendiráð og skrifstofur í Beirút í Líbanon. AP/Bilal Hussein Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira