Skólarnir Stefán Andri Gunnarsson skrifar 18. október 2023 11:01 Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Gervigreind Skóla - og menntamál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun