Skólarnir Stefán Andri Gunnarsson skrifar 18. október 2023 11:01 Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Gervigreind Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun