Framtíðin er núna! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 18. október 2023 09:01 Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Þau störf sem verða í boði þegar grunnskólabörn nútímans fara út á vinnumarkaðinn verða ansi ólík þeim sem foreldrar þeirra starfa við í dag. Samt er menntun þeirra miðuð við óbreytt samfélag og vinnumarkað. Mikilvægt er að nýta strax nýjar leiðir sem þessar kynslóðir eru þegar farnar að nota til þess að afla sér þekkingar. Nauðsynlegt er að við fjárfestum í kynslóðum framtíðarinnar með því að gera þeim auðveldara fyrir að ná sér í menntun við hæfi, óháð efnahag. Mikilvægt er að laða til starfa í menntakerfinu fólk með djúpa ástríðu fyrir því að byggja upp framtíðarkynslóðir, meðal annars með því að tryggja hærri laun fyrir menntastéttirnar. Slík fjárfesting í menntun skilar sér ávallt margfalt til baka til samfélagsins. Undanfarna öld hefur atvinnulíf á Íslandi einkennst af fiskveiðum, landbúnaði, stóriðju og ferðamennsku og hafa þessir geirar atvinnulífsins oft fengið að vaxa þrátt fyrir ágang þeirra á náttúru, umhverfi og loftslag. Með vaxandi skilningi á þeim slæmu áhrifum sem iðnbyltingin hafði á loftslag og fjölbreytileika lífríkisins þá eru í dag gerðar mun strangari kröfur til þess að allar þessar tegundir atvinnuvega sé vistvænar. Á sama tíma hefur hlutur skapandi greina vaxið mjög hratt og gæti vaxið mun hraðar ef nægur mannskapur með þekkingu og menntun á þeim sviðum væri til staðar. Sem samfélag þurfum við að búa okkur undir að vera aðdráttarafl fyrir störf framtíðarinnar. Við þurfum að draga úr mengandi þáttum eldri atvinnuvega og tryggja að við tökum ríkan þátt í því að tryggja að umhverfi og loftslag framtíðarinnar geri fólki áfram kleift að búa hér á hjara veraldar. En hin öra tæknibylting getur líka haft neikvæð áhrif á samfélagið. Sjálfvirknivæðingin getur dregið úr vali á störfum fyrir fólk, sér í lagi þá sem skortir menntun. Andlitsgreiningar með aðstoð gervigreindar geta líka einfaldað ríkinu að fylgjast með ferðum einstaklinga og þannig gengið mjög nærri friðhelgi einkalífsins. Það er því mikilvægt á sama tíma og við fjárfestum til framtíðar og byggjum upp atvinnuvegi framtíðarinnar, að við tryggjum öllum sem hér búa grundvallar öryggi og borgaralegt frelsi. Við Píratar gerum okkur grein fyrir því að þessi framtíð er að eiga sér stað núna og að það sé ekki hægt að lifa í þeim draumaheimi íhaldsmanna að halda hlutunum óbreyttum um komandi tíma. Þessar öru breytingar gera kröfur um að þeir sem stjórna landinu hafi djúpan skilning á breytingunum og því hvernig eigi að takast á við þær á jákvæðann og uppbyggilegan hátt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun