Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. október 2023 08:32 Leitað í rústum húss á Gasaströndinni eftir loftárásir í dag. AP/Hatem Moussa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira