„Ég held að aðalatriði sé bara að það er ógeðslega fyndið,“ segir konan. Hún sagði áður sögu sína í Lestinni á Rás 1 í fyrra en kemur nú í fyrsta sinn fram í sjónvarpsviðtali - áfram þó undir nafnleynd.
„Svo hefur myndast ákveðin hefð fyrir því, manni líður pínu eins og jólin geti ekki komið fyrr en geitin er brunnin. En jú, fyrst og fremst þá er þetta bara sniðugt.“
Sérðu eftir þessu?
„Nei. Ég myndi kannski ekki gera þetta aftur en ég myndi ekki taka þetta til baka heldur,“ segir konan, sem ásamt tveimur öðrum var dæmd til sektargreiðslu upp á 150 þúsund krónur vegna íkvekjunnar í nóvember 2016.
Brot úr viðtali við konuna má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild, þar sem farið er yfir eldfima sögu IKEA-geitarinnar og ítarlega frásögn brennuvargsins, er að finna á Stöð 2+.