Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:56 Deilt er um leigutekjur af Fellsmúla 30. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum. Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin Dalborg hf., Fagriás ehf. og RA 5 ehf., áður Reginn atvinnuhúsnæði ehf., hafi leitað leyfis Hæstaréttar til áfrýjunar í júlí síðastliðnum. Landsréttur hafði sýknað Hreyfil af aðalkröfu félaganna þriggja og vísað varakröfu þeirra frá dómi í júní. Málið lýtur að kröfum félaganna sem eru meðal lóðarhafa á heildarlóðinni Fellsmúla 24-30 í Reykjavík, um hlutdeild í leigutekjum sem Hreyfill hefur þegið vegna útleigu þess hluta lóðarinnar sem auðkenndur er sem Fellsmúli 30. Félögin kröfðust þess til vara að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra. Ágreiningur aðila málsins lýtur einkum að því hvort Hreyfill sé einn leigulóðarhafi að Fellsmúla 30, réttindum hans til ráðstöfunar á þessum hluta heildarlóðarinnar og hvort honum beri einum arður af honum. Hreyfill ekki eini eigandinn en kröfur ekki nægilega reifaðar Héraðsdómur sýknaði Hreyfil af öllum kröfum félaganna. Með dómi Landsréttar var Hreyfillsýknaður af aðalkröfu félaganna en varakröfu þeirra vísað frá héraðsdómi. Landsréttur taldi að Hreyfli hefði ekki tekist sönnun um að Fellsmúli 30 væri sérstök leigulóð sem hann væri einn eigandi að. Heimildarskjöl gæfu til kynna samkomulag um heimild Hreyfils til rekstrar bensínstöðvar og útleigu lóðarhlutans í því skyni. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að félögin hefðu ekki lagt viðhlítandi grundvöll að fjárkröfum sínum á hendur Hreyfli vegna samninga hans við þriðju aðila og var Hreyfill sýknaður af aðalkröfu félaganna á þeim grundvelli. Hins vegar taldi Landsréttur að varakrafa félaganna um að viðurkennt yrði að Hreyfli væri óheimilt að leigja út lóðarhlutann án samþykkis þeirra lyti að réttarástandi til framtíðar. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Kröfunni var því vísað frá héraðsdómi. Geti haft fordæmisgildi um lóðarleigusamninga og réttarfar í ákvörðun Hæstaréttar segir að félögin hafi byggt á því að að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í fyrsta lagi um túlkun á því hverjir séu leigulóðarhafar við endurnýjun á lóðasamningum eða við sölu fasteigna með hlutdeild í lóðarleiguréttindum. Í öðru lagi við túlkun á því hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að lóðarleiguhafi að sameiginlegum lóðaréttindum eigi réttindi umfram aðra í sameigninni. þriðja lagi um sönnunarbyrði fyrir sérstökum réttindum í sameign. Þá byggi félögin á að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði um efni og form. Loks hafi rökstuðningur Landsréttar verið í andstöðu við fyrirmæli einkamálalaga um forsendum sínum skuli dómur tilgreina rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um skýringu lóðarleigusamninga og inntak lóðarleiguréttinda. Jafnframt getur dómur haft gildi um skýringu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Nefnt lagaákvæði snýr að því að dómstólar verði ekki krafðir um álit á lögspurningum.
Dómsmál Leigumarkaður Bensín og olía Leigubílar Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent